Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 39
er óljóst og mótsagnakennt. Öllum færustu
bókmenntarræömgum heims ber saman um að
fuilnægjandi skiigreíning á hugtakinu sé ó-
mótanteg, — margbreytni og mótsagnir þess
sem feilur undir hugtakið eru meiri en svo.
Frá þessu er einmitt geint í bók minni og
margir merkismenn kvaddir til vitnis.
Peir þremenningar segja orðrétt: „Að hans
dómi (þ.e. Eysteins) eru þau ljóð módern
sem hata tvö af eftirfarandi þrem einkennum:
1. Obundið form. 2. Samþjöppun í máli. 3.
Frjálsieg og óheft tengsl myndmálsins.“ Þeir
sem viija, geta lesið það í bók minni að þetta
eru skoðanir Svíans Ingemar Algulins, settar
fram til skýringar á formeðli módernra ljóða.
Til fróðleiks bregð ég þessari kenningu sem
mælikvarða á ljóð atómskáldanna og fleiri
skálda. Menn getur greint á um ágæti þess-
ara kenninga, — þær eru enn ein viðleitnin
til að meta og vega módernismann í ljóða-
gerð, en ég get alls ekki skilið þann rausnar-
skap að eigna mér þær.
Næst vík ég að stærð atómskáldahópsins.
Eg bjóst raunar alltaf við að seint yrðu allir
sammála um það hverjir ættu að teljast í þeim
hópi. Ég færi ákveðin rök fyrir mínum slcoð-
unum um þetta í bókinni og þeim hefur ekki
verið haggað. Þremenningarnir agnúast heil-
mikið út af þessu atriði en nota langa og hik-
andi fyrirvara. Þeir segja: „Ef nota á orðið
atómskáld virðist þannig að miklu leyti eðli-
legt að stækka hópinn og láta það ekki ein-
ungis ná yfir þessi fimm skáld.“ Og áfram
með sama hikinu: „. . . spurningin er hvort
ekki megi bæta ýmsum fleirum í hópinn sem
komu að vísu seinna fram en fimmmenning-
arnir.“ (leturbreyting mín)
Ég tek það einmitt fram í bókinni að mörk-
in séu dregin þarna á miili, þ.e. milli atóm-
skáldanna og þeirra sem komu fram eftir að
þau höfðu náð góðri fótfestu sem skáld. Ef
menn hafa ekki veigameiri ástæðu fyrir
stækkun atómskáldahópsins en þeir þremenn-
ingarnir, þá mætti allt eins spyrja hvort ekki
ætti að setja í einn flokk öll skáld sem fram
komu frá 1945 og t.d. allt til 1970 og kalla
þau atómskáld. En öllum sem lesa bók mína
hlýtur að vera Ijóst hvers vegna ég dreg mörk-
in. Ég álít það síður en svo til framdráttar
skilningi á formbreytingunni þótt í hóp atóm-
skáldanna væri blandað af handahófi hluta
næstu skáldakynslóðar eins og þremenning-
arnir leggja til. Þeir nefna til Jóhann Hjálm-
arsson, Dag Sigurðarson, Ara Jósefsson, Arn-
fríði Jónatansdóttur og Jón frá Pálmholti, en
ekkert af þessum skáldum kom fram fyrr en
eftir að atómskáldin höfðu rutt brautina. Fyr-
ir þessu er m.a. gerð grein á bls. 160 í Atóm-
skáldunum, og þar er einmitt getið um Jó-
hann Hjálmarsson í þessu sambandi þó að
þremenningarnir kvarti yfir því að ekki sé
orði á hann minnst.
Öll þessi fimm skáld sem þremenningarnir
vilja gera að atómskáldum, og reyndar mörg
fleiri af þeirri skáldakynslóð, eru einmitt í
hópi þeirra sem fyrstir tóku mið af atóm-
skáldunum og samherjum þeirra á atóm-
skáldatímabilinu 1945—1955. Fyrstu ljóða-
bækur þeirra komu ekki út fyrr en 1955 og
síðar þegar atómskáldin voru öll löngu orðin
þekkt sem formbreytingarskáld. Og rannsókn
mín nær ekki nema til 1955 hvort sem mönn-
um líkar það betur eða verr, þó að ég láti allar
Ijóðabækur atómskáldanna fylgja með í yfir-
liti um ljóðagerð þeirra. Auðvitað mætti fjalla
um módernismann í íslenskri ljóðagerð t.d.
frá 1945—1970 eða frá 1955—1970. Margt
gæti réttlætt slíka könnun og slíka tíma-
skiptingu, en mér þætti ekki tilhlýðilegt að
kalla slíkt tímabil atómskáldanna.
Einkennileg þykir mér sú staðhæfing þre-
menninganna að ég bendi ekki á nein sam-
eiginleg skáldskapareinkenni atómskáldanna
sem réttlæti að fjalla um þau sem hóp. Þeir
láta rneira að segja að því liggja að „hugmynd-
in um atómskáldin“ sé „bara meiriháttar goð-
sögn“. Mætti ég benda t.d. á allan seinni
hluta bókarinnar þar sem borin eru saman
ýmis skáldskapareinkenni s.s. meðferð mynd-
máls, málnotkun og lífsviðhorf, svo og á yfir-
37