Mímir - 01.03.1983, Side 61
fyrir dúnalogn úti, skrjáfi á einhvern dular-
fullan hátt í laufum trjánna. Munur ljóðanna
er því fólginn í því að í stað ,,rómantíkur“
kemur „mystík“, í stað einfaldleika dulræðni.
Þetta ljóð er innhverfara og stíllinn torræð-
ari. Orðavalið er líka til þess að undirstrika
mystíkina: tæplega, nærri, einhverjar og ein-
asta. Þau eru öll lituð af einhverri undarlegri
hógværð, ekki öll sagan sögð og eykur það
á dulmögnun ljóðsins.
Eins og áður sagði er miðpunktur ljóðsins,
grátandi berdreymin kona. Þetta er undarleg
mynd og komin í þetta umhvefi verður hún
eilítið óhugnanleg. .Þar veldur eiginleikinn,
berdreymin, mestu um. Hann er eitt af því
sem vísindin eiga enga skýringu við og þegar
bætt hefur verið við gráti og konu er mystík-
in fullkomin. Eftirfarandi mynd er tilraun til
túlkunar:
Konan *------------♦ styttan
■A- -ífr-
-tgV ".....*
Ijós ----------♦ Venus
Með því að tefla saman sem andstæðum,
styttu og konu, sem greinilega hefur miklar
tilfinningar andstætt styttunni, er ætlunin að
skerpa þær andstæður sem eru á milli Venus-
ar og ljóss sem kveikt er af mönnum, t.d.
tindrandi kertaljós eða ljósker. Þeim mögu-
leika er einnig haldið opnum að skáldið sé að
reyna að tengja þessa dularfullu konumynd
hinu merkilega himnadjásni sem ljóðið er ort
til. Venusi hæfir ekki annar búningur. Þá má
vekja athygli á því að flest ljóð þessa flokks
bera dulrænan búning líkan þessum.
Höfundur beitir hér eins og áður stílbragð-
inu, endurtekning og er það hér heil setning
sem látin er enda ljóðið og hefur hún sitt að
segja í sköpun kyrrðarinnar, tímaleysisins. Þá
má benda á litina, blátt og gult, sem báðir
gefa okkur mikilvægar upplýsingar.
Þrátt fyrir að yrkisefnið sé algengt, menn
hafa um ómunatíð ort um og fyrir stjörnur,
verður þessi meðferð efnisins að teljast frum-
leg og mega Venus og Bach una vel við slíka
gjöf.
Fyrir og gegn
Skref fyrir skref
Vongóða vonlausa
Barátta gegn dauða
Orð fyrir orð
Sigurvíma ósigurvissa
Barátta gegn neind
Skref fyrir orð
fyrir skref
Fyrir líf fyrir orð
fyrir skref
Þetta ljóð ásamt tveim öðrum er birt undir
kaflaheitinu „Enn skín sólin þrjósk“. Það
kemur nokkuð undarlega fyrir sjónir í fyrstu
og ber þar margt til. Myndmál og líkingar eru
engar og ljóðið samanstendur af fáum orðum
sem eru endurtekin hvað eftir annað. Nafn
Ijóðsins eru þau tvö orð sem eru uppistaða
þess. Um leið eru þau lykillinn að efni og
túlkun Ijóðsins eins og sýnt verður hér á eftir.
Ljóðið er þrungið baráttustemningu, þraut-
seigri baráttu er barist fyrir eitthvað og gegn
einhverju.
Ljóðið skiptist í 4 erindi, tvö hin fyrri eru
3 línur hvort en tvö hin síðari aðeins tvær
línur. Þegar nánar er að gætt sést að erinda-
skiptingin lýtur uppbyggingu ljóðsins. Eftir
fyrstu tvö erindin verða n.k. kaflaskipti og
mynda þau því ákv. heild. Ljóðið er útleitið
og stefnir að ákveðnu marki sem næst í loka-
erindinu.
Eins og fyrr segir er um tvo höfuðstrauma
að ræða í ljóðinu, það er barist fyrir eitthvað
og gegn einhverju. Það er þó álitamál hvort
tala eigi um tvo strauma því augljósleg sam-
svörun er milli þeirra. Um leið og barist er
fyrir eitthvað er verið að berjast gegn ein-
hverju. En til einföldunar eru þeir aðskildir
59