Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 32

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 32
röklaus, felst í raun og veru krafa um að gera uppreisn, framleiða heim merkinga og tilgangs. En andstætt guðlausum existentíal- istum höfðu allflestir rómantíkerar haldreipi í guði. Það er andspænis honum sem maður- inn gerir sér grein fyrir sjálfum sér. Hugmyndin um snillinginn kemur lítt eða ekki fyrir í ljóðum Steingríms Thorsteins- sonar. En það sama er ekki hægt að segja um kvæði Gröndals. Þannig yrkir hann m.a. lofkvæði um Napóleon mikla sem vmsir töldu holdtekju snillingsins, og líkir honum við ljón andspænis hundahóp. Sérstaklega athyglisvert er þó kvæðið Prometheus. Eins og frá er sagt í hinni grísku goðsögn var Prómeþeifur sá sem stal eldinum frá Seifi og gaf mönnunum. I refsingarskyni tók Seif- ur hann og batt við klett á heimsenda, en örn kroppaði bita úr lifur hans á hverjum deai. Um síðir tókst þó hetjunni Heraklesi að frelsa Prómeþeif. Benedikt Gröndal var vissulega ekki einn um það á rómantíska tímabilinu að yrkja út af gó'ðsögn þessari. Þanniíj var Prómeþeifur að mörgu leyti býsna heppilegur persónugerv- ingur hins rómantíska snillings. Hann er í 'andstöðu við ríkiandi valdhafa, Seif, vegna þess að hann er honum framsvnari, á sama tíma og hann hugsar um velferð mannkvnsins alls, færir mönnunum „guðdómseldinn góða“ ,.ahra vizku undirrót og stoð“ (155). i I greininni ..Perlan og blómið“ segir Sveinn Skorri Höskuldsson frá bví að á róm- antíska skeiðinu hafi verið miög algengt að samsanna Prómebeif Kristi. Og Sveinn telur bann túlkunarmöguleika fvrir hendi. að líta á Prómebeif Gröndals sem ..rómantísk-kristi- lega mvnd af frelsara mannkvns frá mvrkri fáfræði“.2n Af kvæði Gröndals að dæma virðist bessi túlkun fvllilega réttmæt. Eins og Kristur er Prómebeifur miðill guðs og manna og með biáningum sínum tekur hann allar svndir heimsins á sínar herðar, en öld- in. mannkvnið losnar undan bölinu (erfða- svndinni). af sér hún í rauðu banablóði böl og sárar eymdir þvær. (155) Þessi tilvitnun gæti sem best verið úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Og þegar hlekkir Prómeþeifs hafa verið brotnir, þá „heims er byrjuð ævin ný“ (57). Með fæðingu og dauða ,,frelsarans“ hefst „heim- ferð“ lærisveina hans. Þá kemur friðurinn í heiminn. Menn öðlast eilífa vist í guðsríki, en Hel gyðja dauðaríkisins missir af feng sínum, því menn munu fvlgja í fótspor Próme- þeifs/Krists. Veit hún glöggt, að honum fleiri fylgja, fækkar hópum ótta á Gjallarbrú; heljarstraumsins hamrömm öskrar bylgja, hennar dýrð er enduð nú. (157) Þrátt fyrir afbrot sitt gagnvart guðunum endar allt vel fyrir Prómeþeifi. Eins og önn- urHetia ogsnillingur rómantíkurinnar, Faust, sem einnig hafði ætlað sér hærra en náttúran levfir. á hann vísa eilífa vist á ódáinsökrum guðs. í þessu liggur helsti munur á uppreisn- armanni rómantíkurinnar og uppreisnar- manni módernismans, en tákngervingur hans er önnur grísk hetia, Sísýfos, sá sem glímir eilíflega við það að velta steini upp fjalls- hlíð. Verki hans mun aldrei ljúka, því tilvera mannsins hefur ekkert takmark. Það er eng- inn guð sem ákvarðar, engin æðri gildi til staðar, maðurinn verður sjálfur að framleiða heim merkinga og tilgangs. Rómantíkin stjórnaðist hins vegar af mark- hvggju; allir hlutir hafa sinn tilgang og heim- urinn stefnir að ákveðnu takmarki. Og þetta markmið er eining með guði. Þannig segir Jacques Barzun í bók sinni Classic, Romantic and Modern: Accordinglv, romantic life led in two directions-union with God, conceived eith- er traditionallv or nantheisticallv or meta- physically; and work for mankind, concei- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.