Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 31
að vera einungis til augnayndis og engum
þóknanleg. Þvert á móti á listin að gegna því
blutverki að lofa guð, með því að bera vitni
um fegurðina sem Scbiller nefndi sameiningu
anda og náttúru.
En fagurfræðin og hin kristna helgisaga
cru vissulega ekki einu athvöf Gröndals í
lífinu. Eins og áður var getið dýrkar hann
fortíðina afar mikið. I fornöldinni sér hann
sín fyrri heimkynni eða bernskustöðvar og
hún er sá tími sem hann helst vill lifa í. Eink-
um er það gullöld Grikkja sem hann þráir,
enda er hún sá tími þegar guðirnir gengú hér
um jörðu og hið himneska og hið jarðneska
féllu saman í eitt. í kvæðinu Heimfýsi lítur
hann með söknuði aftur til þessara tíma.
Ó, hvað ég ann þér, hin aldna tíð,
innsett og helguð af frjálsum lýð! (159)
En andstætt Steingrími sem eygði vart
nokkra von um að endurheimta bernskuver-
öld sína, lítur Gröndal svo á að fortíðin sé
honum ekki endanlega glötuð. Bæði veitir
innsæið honum aðsang að þessum veruleika,
en auk þess trúir hann því að fornöldin lifi
að vissu leyti alltaf í nútímanum. Náttúran
er iú ævinlega hin sama. sú sól sem við sjáum
er sama sól og skein á hjálma fornkappanna.
I kvæðinu Fyrr oe nú segir bannig:
Náttúran er það eilíft band,
allan er tímann sameinar;
um auðan lífsins ægisand
ótal hún breiðir rósirnar.
Fornöldin lifir alltaf í_
aupnabliki, sem kemur nýtt,
os hennar gullnu glampaský
geislunum verma brjóstið hlýtt. (221)
F.nn á ný gesnir náttúran bví lvkilhlut-
verki að færa skáldið nær ákvörðunarstað
smum, hinum ídeala veruleika.
Tensd fagurfræði rómantíknrinnar og
þeirri skoðun að skáldið sé miðill guðs og
manna er bugmvndin um snillinginn sem
Steffens kallaði „Guddommens egen Straale,
der nu og da, glandsfuld bryder ud af Mass-
en, og i klar Harmonie samler, hvad Talentet
eensidig adsplitter“.10 Eðlis síns vegna hlýt-
ur snillingurinn ætíð að vera í andstöðu við
samfélagið og samtímann, hann er jú ævin-
lega langt á undan sínum tíma og notar því
aðrar reglur og mælikvarða en eru ríkjandi.
Snillingurinn er að mörgu leyti skyldur heim-
sþekingnum í Hellisbúalíkingu Platóns. Hann
hefur komist í kynni við hinn æðsta heim
og vill fræða aðra um hann. En það sem liann
segir er svo ótrúlegt eða óskiljanlegt öðrum
mönnum að enginn trúir honum og allir álíta
að hann sé að gera gabb að sér. Þess vegna
er hann misskilinn eða jafnvel illa þokkaður.
Hlutverk hans í heiminum er hins vegar á-
kaílega mikilvægt, hann er spámaðurinn eða
sá sem vekur aðra.
Uppkoma snillingsins tengdist að nokkru
levti kröfu rómantíkurinnar um frumleika og
þeirri skoðun að eftirlíkingin væri aldrei nógu
góð. En jafnframt þessu er snillingurinn af-
sprengi þess þjóðfélagsveruleika sem var að
verða til á öndverðri 19. öld og því sem nefnt
hefur verið rótlevsi og firring. Einstaklingur-
inn skynjar sig ekki lengur sem hluta af heild-
inni heldur sem eyland, sem hvorki sér til-
gang né merkingu í lífi sínu. Og snillingurinn
er að mörgu leyti uppreisnarmaður gegn þess-
ari veröld. í stað þess að beygja sig undir
kröfur fjöldans og reyna að samlaga sig hon-
um, eflir hann sína eigin sjálfsvitund og hefur
sig upp yfir almenning. ,,Mitt er að yrkia —
ykkar að skilja“, sasrði Benedikt Gröndal eitt
sinn og undirstrikaði þannig þetta óbrúan-
lega djúp rnilli skáldsins og hversdags-jóns-
ins.
En snillingurinn er einnig á ýmsan hátt
skyldmenni uppreisnarmanns existentíalista,
enda hafa margir litið á existentíalismann
sem nýja útgáfu af rómantískri heimspeki.
Og að dómi Camus er fjarstæðan og udd-
reisnin einungis tvö nöfn á sama hugtaki. I
fjarstæðunni, þeirri staðreynd að tilveran er
29