Mímir - 01.03.1983, Side 24

Mímir - 01.03.1983, Side 24
ið að lýsa íslenskum veruleika, en ekki er ólíklegt að svo sé einmitt, a.m.k. gæti bréf sem Steingrímur skrifaði 14. júní árið 1873 bent til þess. Þar segir m.a.: Væri mannljfið á voru landi samboðið náttúrunni, ef andlega lífið væri hennar fegrað endurskin og hið líkamlega líf fengi lit af þessu endurskini, þá væri eins og ætti að vera, en nú er það í flestum grein- um aflagi og öfuglíki.'1 I þessum orðum Steingríms koma fram ýmsir þeir þættir sem setja rnjög svip á rómantíkina, andstæðurnar mannlíf og nátt- úra, andlegt og líkamlegt líf og ekki síst hug- myndin um að allir hlutir og fyrirbæri séu táknrænar hliðstæour eða endurskin einhvers þess sem stendur á æðra og fegurra stigi. Þetta kallar Steingrímur í einu ljóði sínu ,,hugarlíking“ (Astar imynd, 23). Hugarlík- ing þessi fær oft stuðning af frummynda- kenningu Platóns og þeim hugtökum sem þar er beitt, svo sem ímynd, hugmynd eða eftirmynd. Eins og hjá Platóni er hér um að ræða einhvers konar stigveldi þar sem geng- ið er út frá hinu lága og ófullkomna til hins háa og fullkomna, frá hinu óskipulagða og endanlega til hins skipulagða og óendanlega. Þessi hugmynd er einn meginkjarni í náttúru- heimspeki rómantíkurinnar og kemur m.a. fram í þeim fyrirlestrum sem Henrich Steff- ens flutti í Kaupmannahöfn árið 1803. Þar segir hann m.a.: Det er min Hensigt, at vise Dem, mine Herrer! hvorlunde en ordnende og be- stemmende Aand synes at skiule sig bag den, som det synes, regellöse Vilkaarlighed i Naturens Productioner, aabenbarer sig for os ved den reducerende Iagttagers Combinationer, og vækker Ahnelser om en uendelig Sammenhæng.0 Tilgangur þessarar samsvörunarkenningar rómantíkurinnar er þannig sá að birta æðsta lögmál sköpunarverksins, eininguna í marg- breytileikanum. Æðst allra veraldlegra fyrir-4 bæra er náttúran, en þó er hún einungis ó- ljós skuggamynd þess sem ber öllu ofar, hinn- ar æðstu hugmyndar, guðdómsins, þar sem andinn og náttúran eða hugarheimur og hluta- heimur sameinast. I þessu felst tvíhyggja rómantíkurinnar. Annars vegar er reynslu- heimurinn þar sem hinir einstöku hlutir eru skynjaðir og hins vegar er heimur guðs (sam- bærilegur við frummyndaheim Platóns) þar sem hin algildu form hlutanna eru hugsuð. | Og eins og reynsluheimurinn er ófullkominn, I eins eru skilningarvit mannsins ótraust. J Einn dropa’ af dvrð, ei dýrðarhafið, Sér dauðlegt auga, þoku vafið, Og hvað mót veru verk þitt er? (Lofsöngur, 150) Þannig er guðdómur Steingríms jafn ill- skynjanlegur og hann er hátt hafinn yfir allt og alla. Menn geta einungis haft óljósan grun i umhann. Náttúran er einhvers konar dul-l málsletur sem menn verða að ráða ef þeir J ætla að skilja þá merkingu sem guð hefur lagt í hana. Þessi hugmynd kemur víða fyrir í ljóðum Steingríms, t.d. í Æðri ómur. Mér þykir sem heyri eg æðri óm, En undrandi vart þó eg skil, Um óðaflug tíðar og eilífðar dóm, Ur iðunnar rjúkandi hyl. (295) Hugmyndin um þennan himneska .qrun er ákaflega stór og einkennandi þáttur í evr- ópskri rómantík og tengist stundum áður nefndi kenningu Platóns um fortilveruna og ódauðleika sálarinnar. Saman við þetta flétt-j ast síðan löngunin til að endurheimta þenn- an glataða veruleika, að upphefja tíma og rúm og renna saman við eilífðina eða guðdóm- inn. Hjá mörgum rómantíkerum jafngilti þessi löngun þrá eftir dauðanum, líf og dauði 22

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.