Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 36

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 36
eitthvert í oröasambandinu að fara eitthvert hafi komið á mitt borð eins og stjórnmála- mennirnir segja. En þegar ég er spurður um einhver málfarsatriði reyni ég að svara og þá venjulega með því að vísa í einhver rit eða benda á hliðstæð málfarsatriði. Spurningu um hvernig nafnorðið banani beygist hefði ég sennilega vísað til bænda. Þeir eru, held ég ekki, í neinum vandræðum með að beygja orðið valtari. Þeir segja í fleirtölu: valtarar, um valtara, frá völturum, til valtara. Þá væri banani líka kominn í flokk með köllurum og stöllurum og er ekki í kot vísað. En af því að banani er tökuorð vill hann kannski heldur vera í flokki með Japönum. Það vill stundum leika vafi á því hvernig tökuorð beygjast og einkum hvernig þau hljóðverpast. Venjulega laga þau sig eftir öðrum orðum sem fyrir eru í málinu." . . . og . . . ,,Vegna tímaskorts get ég ekki að þessu sinni rætt um atviksorð- ið eitthvert í orðasambandinu að fara eitt- hvert. Ég kannast ekki við það og hef aldrei fjallað um það.“ Ekki veit ég hvort Helgi hafi fjallað um það síðar, en þessi þáttur hans eða öllu held- ur það sem hann las upp úr svari Höskuldar fór undarlega illa í suma hlustendur. í Aust- urlandi, málgagni Alþýðubandalagsins á Aust- urlandi, 13. ágúst 1981 birtist eitthvert svæsnasta lesendabréf sem ég hef lesið. Það er svo svívirðilegt að ,,húsmóðir í Vestur- bænum“ myndi veigra sér við að skrifa slíkt "m ,.rússadindla“ og ,,vonda kommúnista“ I fvrsta lagi misskilja bréfritarar algjörlega bá félaga Helga og Höskuld. Þeir vita greini- lega ekkert um hvað málið snýst. I öðru lagi er hréfið gróf persónuleg árás á þann ágæta u-iálfræðing Höskuld Þráinsson, en bréfritarar vim sennilega ekki hver hann er og þaðan af s’ður nafn hans. Bréfið birtist undir fyrirsögn- inni: ..LÁTUM FASISTANA EINA UM AÐ BORGA SÍNUM FASISTUM (sbr. „lát- um hina dauðu grafa sína dauðu“)“ og er í heild á þessa leið: ,.í þættinum Daglegt mál, mánudaginn 3. ág. sl. las Helgi J. Halldórsson upp ummæli einhvers skrifara, sem sagðist vera prófessor við Háskóla Islands. Blærinn á þeim ummæl- um var líkastur því sem prófessor þessi væri á launum hjá Pentagon eða CIA (eða jafnvel bara hjá afleggjaranum á Miðnesheiði). Efnislega var það sem hann sagði útúrsnún- ingar og lygi, svo sem títt er í málflutningi þessháttar legáta. Prófessorinn virðist taka kaup úr tveimur áttum: frá íslendingum ann- ars vegar og hins vegar frá sínum raunveru- legu húsbændum, — hvert sem nafn þeirra er nákvæmlega — eða þess sjóðs, sem hann fær borgað úr. Þótt fjármál séu ekki kjarni þessa máls, tel ég samt óþarfa að „íslenska ríkið“ (reynd- ar dálítið misheppnuð stofnun) sem hefur til ráðstöfunar sameiginlegan sjóð, tekinn af aflafé vinnandi manna, sé að borga hátt kaup gólfsópurum hinna fasistisku stofnana al- þjóðaauðvaldsins. Látum fasistana eina um að borga sínum flugumönnum. Húsavík 3. 8. ‘81 Jóhannes Andrésson Marinó Straumland“ Ljótt er að sjá, en ekki veit ég hvað al- bióðaauðvaldið, fasismi, CIA og hernámsliðið (afleggjarinn) á Miðnesheiði koma þessu máli við, reyndar mætti þessi fjölskylda vera dauð fyrir mér. Hvað um það, þetta bréf er dæmi um hvernig á ekki að fjalla um íslenskt mál, málfræði og málvöndun og væri óskandi að slík stóryrði birtust ekki oftar í umfjöllun um þau mál. Ástæðan fyrir því að þessi saga er rakin hér er í fvrsta lagi sú að skvra fvrir fólki tilurð þessa lesendabréfs, en allmargir hafa orðið til ~ð spyrja um ástæður þess, og í öðru lagi e'- ástæðan sú að mér finnst óþarfi að svona lagað liggi í bagnargildi. Mér finnst rétt að fólk fái að sjá hvað umræða um ýmis mál getur farið langt frá kjarna málsins. Að lokum örfá orð um banana. Helgi J. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.