Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 44

Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 44
framfæri. Er eitthvert eitt stílbragð meira ríkjandi en annað? Pað er skylt að taka fram, áður en lengra er haldið, að bent hefur verið á margt sem einkennir Hallgrím og vinnubrögð hans. Pessar ábendingar hafa verið frekar almennt orðaðar og skort hefur rökstuðning á stund- um. Mig grunar að kynslóð mín hafi litlar mætur á Passíusálmunum og afgreiði þá sem væmið trúarlegt verk, sér algerlega óviðkom- andi. Þessi skoðun sprettur af vankunnáttu og þeirri staðreynd að fæstir hafa lesið Passíusálmana. Passíusálmarnir eru vitanlega skilgetið afkvæmi 17. aldarinnar en samt leynist í þeim furðu margt sem á skylt við hugsunarhátt okkar enn í dag. Þess vegna er vel þess virði að forða þeim frá gleymsku. PASSÍUSÁLMARNIR Passíusálmarnir eru trúarlegt verk, skrifað- ir af lúterskum presti á 17. öld, miklu skáldi sem skapaði með þeim ódauðlegt skáldverk. Skáldið, Hallgrímur Pétursson, er mjög ná- lægur í verkinu, hann minnir á sig í hverj- um einasta sálmi með mjög persónulegum bænum. En maðurinn er ekki miðpunktur í hugarheimi trúaðs manns. Þess vegna er það mikilvægt í trúarlegum skáldskap að guð, skapari mannsins og alls heimsins, skíni í gegnum verkið. I Passíusálmunum er drott- inn ymist reiður harðstjóri eða mildur, en hann hefur alltaf síðasta orðið. Þó að maður- inn hafi með dauða og upprisu Jesú öðlast möguleika á eilífu lífi, þá er það undir drottni komið hvort sú náð fæst. Jesús er fórnar- lambið og kannski hefur verið nærtækt fyr- ir mann á niðurlægingartíma 17. aldar að samsama sig eymd hans.4 I Passíusálmunum er píslarsagan rakin, frá bví að Kristur er tekinn í grasgarðinum og bar til hann er grafinn. Það er merkilegt að Hallgrímur skuli staðnæmast þar þegar loka- si.gur Tesú, upprisan, er skammt undan. En kannski má skýra þetta eins og yrkisefnið sjálft að það hefði ekki verið í röklegu sam- hengi við skáldið né 17. öldina að hafa á- huga á sigri Jesú gegn náttúruöflunum.''1 Hinn píndi Jesús var miklu nær 17. aldar manninum þó að í píningunni fælist auðvitað sigur hans eins og Hallgrímur tekur marg- sinnis fram í útleggingum í sálmunum. Það sem er merkilegt við Passíusálmana er að þeir eru ekki hreinræktað trúarverk. Hallgrímur Pétursson var gagnrýninn og op- inn maður og hefur blöskrað eymdin og spillingin í kringum sig. Passíusálmarnir koma þessari ádeilu vel til skila og í mörgum sálmunum falla þung orð í garð samtímans. Passíusálmarnir eru mikið verk að vöxtum og margslungið enda um vandmeðfarið yrk- isefni að ræða, sjálfan hornsteininn að sköp- un kristinnar kirkju. Þessir fimmtíu sálmar eru mjög misjafnir að skáldskapargæðum enda ekki að undra þegar stærð verksins er höfð í huga. Ég hef valið þrjá sálma til gagn- gerrar athugunar til að gefa einhverja hug- mynd um vinnubrögð og aðferðir Hallgríms. Þrír sálmar gefa auðvitað ekki lokasvar við þeim spurningum sem leita á hugann. Það er heldur ekki hægt nema samskonar athug- un væri gerð á þeim öllum. Þetta eru ekki þrír „bestu“ sálmarnir en góðir fulltrúar þeirra betri. Þeir eru undir misjöfnum brag- arháttum svo að valið er ekki alveg handa- hófskennt. Sálmarnir sem urðu fyrir valinu eru númer 17, 28 og 48, hinir 47 verða að bíða betri tíma. Ég mun kanna hvern fyrir sig eins rækilega og unnt er, síðan reyna að bera þá saman og draga af þeim samanburði álvktanir um listbrögð Hallgríms Péturssonar. 17. sálmur Um leirpottarans akur Efni og uppbygging Þessi sálmur stendur í beinu samhengi við 16. sálm sem fjallar um iðrun Júdasar. Magn- ús Jónsson getur þess að munnmælasaga hafi gengið sem segi að Hallgrímur hafi bætt 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.