Mímir - 01.03.1983, Side 64
STARFSANNÁLL MÍMIS VETURINN 1980-1981
Maður er nefndur Guðvarður Már Gunn-
laugsson, kallaður Varði. Af honum er dregið
nafnið ,,Varðavetur“ sem hér verður í annál
færður. Þá hljóp ofvöxtur í skepnuna Mími
þrátt fyrir róstursama tíð og vetrarhörkur.
Sem kunnugt er hafa íslenskunemar fóstrað
kvikindið um áratuga skeið og fer mjög mis-
jöfnum sögum af skepnuhaldi þeirra. Um-
ræddan vetur hélt Varði um stjórnvölinn og
sýndi Mími fádæma alúð og umhirðu og fvrr
en varði fór skepnan að sýna af sér ýmis merki
velmegunar sem gefa tilefni til pistils þessa.
,,Varðavetri“ má gefa yfirskrif tina:
GAGNRÝNIÐ HUGARFAR OG NÝ-
SKÖPUNARÞRÁ. Setti þetta hvort tveggja
mark sitt á hefðbundinn Mími og losaði ör-
lítið þá fjötra sem njörvað höfðu skepnuna
lengi, lengi.
Fyrst er að minnast splunkunýrra rann-
sóknarleiðangra sem farnir voru í Árnastofn-
un að hausti til að afhjúpa leyndardóma stofn-
unarinnar og höfðu starfsmenn hennar leið-
sögn með höndum. Þá voru haldnir fjórir
fræðilegir fyrirlestrar og tveir almennir fund-
ir á vegum Mímis. Sá fyrri tók verkfall
stundakennara til umræðu og samþykkti á-
lyktun þess efnis að nemendur mættu ekki
í kennslustund hjá föstum kennurum til að
sýna verkfallsmönnum stuðning í verki. Is-
lenskunemar gengu þarna fram fyrir skjöldu
og fleiri deildir fylgdu fordæmi þeirra. Varði
skipulagði verkfallsvörslu og var mikill bar-
áttuhugur og harka í mönnum meðan á þess-
um aðgerðum stóð. Síðari fundurinn tók til
umfjöllunar ,,kvennabókmenntamálið“. Þar
greindi námsnefnd frá gangi mála og lagði á-
herslu á eigið ákvörðunarvald sem hrifsað
hafði verið frá henni í þessu tilviki. Fundur-
inn samþykkti einróma ályktun til stuðnings
námsnefndinni. Þarna var einnig skipt niður
í vinnuhópa til að gera úttekt á námskeiðum
vetrarins, gagnrýna og koma með tillögur til
úrbóta. Umbótartillögum var komið á fram-
færi í fréttasneplinum ,,Mímímú“ sem var
nýtt og ferskt framtak Kjartans Valgarðsson-
ar. Pennagleði var mikil og útgáfustarfsemin
blómstraði. Undir vorið leit blaðið Mímir
dagsins ljós á við tvö blöð að þykkt og á-
skrifendum fjölgaði stórlega.
Skemmtanahald Mímis stendur á gömlum
merg en þó brá fyrir nýjungum þar eins og
á alvarlega sviðinu. I því sambandi má nefna
lokasamkvæmi og kynningarkvöldin sem voru
nýjung og kraftakvöldin sem voru uppvakn-
ingar frá eldri tíð. Þessir nýgræðlingar féllu
vel í jarðveg hefðarinnar þar sem fyrir voru
rannsóknaræfingar og leiðangrar og eitt
þorrablót.
Kraftakvöldin voru haldin uppi á hana-
bjálka við Bræðraborgarstíginn. Þar braust
út bæld nýsköpunarþrá Mímis í formi söngs,
upplestrar, töfrabragða og leikflutnings. Leik-
ritið var frumsamið af tveim ungum og efni-
legum Mímis-liðum. Verkið var hvöss ádeila
á kennslufyrirkomulag íslenskudeildarinnar,
hitti beint í mark og kynti enn frekar undir
þá baráttuglóð sem brann í hjarta Mímis.
Rannsóknaræfingar um jól og vor heppn-
62