Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 38
EYSTEINN ÞORVALDSSON:
ATÖ!V!SKÁLDIN
- goðsögn eða sérstæð skáldakynslóS
Þrír glaðbeittir stúdentar skrifuðu í síð-
asta hefti Mímis umsögn um bók mína, Atóm-
skáldin. Það er út af fyrir sig óvenjuleg við-
höfn að safnað skuli liði til að ritdæma eitt
bókarkver, og ég er fyrir mína hönd og bók-
arinnar dálítið hreykinn af slíku tilstandi.
En ég verð að viðurkenna að mér þykir
árangur þeirra félaga vera í litlu samræmi við
liðssafnaðinn, og ég varð fyrir vonbrigðum
með þau vinnubrögð sem ritdómurinn vitnar
um. Mér dettur ekki í hug að væna þessa
ungu menn um óheilindi eða illkvittni. En
annað hvort er athugun þeirra og vinnubrögð-
um verulega ábótavant, eins og ég mun svna
fram á hér á eftir, eða þá að þeir telja sig
hafa einhverja aðra ástæðu til þess að leggja
sig fram um að fordæma þessa bók. Að sjálf-
sögðu er þeim eins og öðrum guðvelkomið að
hafa hvaða álit sem þeim þóknast á bókinni,
og hafi þeir þökk fyrir þá umræðu sem þeir
hafa vakið um hana. En ég leyfi mér að mæl-
ast til þess að bókin sé lesin og metin með
hlutlægu hugarfari, að ávirðingar séu rök-
studdar og að málsmeðferð bókarinnar sé ekki
ranvfærð. Ég hef siálfur fengið marga vitnis-
burði um þessa bók úr ólíkum áttum, en allt
um bað er mér hulin ráðgáta hvað það er í
henni sem leggst þversum í skapið á þeim rit-
bræðrum þremur. Grein þeirra einkennist af
einhverju önuglvndi sem mér fellur raunar
m'klu verr en efnislegar aðfinnslur þeirra.
Helsra skvrin.gin er sú að þeir séu að leita að
einhveriu í bókinni sem alls ekki er þar og
alls ekki stóð til að væri þar og finnst þar
þess vegna ekki. Að þessu leyti fer þeim þá
eins og mörgum sem voru að lesa módern
Ijóð fyrir 30 árum og urðu líka sárgramir.
Hér á eftir drep ég á nokkrar aðfinnslur
og spurningar þeirra félaga, en mér þykir
ástæðulaust að elta ólar við alla þá staðlausu
stafi eða missagnir sem ég sé í máli þeirra.
Mér er meira í mun að ræða nánar sameigin-
leg áhugamál okkar allra þó að um þau séu
skoðanir okkar vissulega mjög skiptar.
Ég hef stundum lagt fyrir nemendur mína
í menntaskóla ljóðatexta frá ýmsum tímum
og spurt hvað þeim fyndist urn þá, — t.d.
hvaða einkenni í þeim bentu til aldurs, stefnu
eða höfundar. Þar á meðal voru viðlög gam-
alla danskvæða, gömul vers og einnig æva-
gamlar hækur og tönkur í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar. Mörg af þessum gömlu
kvæðum töldu hinir ungu nemendur vera
,,nútímaljóð“ eða ,,atómljóð“. Textar sem
þessir orkuðu á lítt þjálfaða ljóðalesendur sem
módern ljóðatexti. Þessu vík ég að í bók
minni, og á það hafa margir fleiri bent en ég
að módernt megi það kallast í ljóðlist sem sé
ólíkt ríkjandi hefð eða að einhverju leyti í
ósamræmi eða andstöðu við hana. Þetta er
ein tilraunin til að ná taki á hinu hála hug-
taki módernismans. Þeir þremenningarnir
leggja þetta út sem mótsögn við titil bókar-
innar og afneitun á tengslum módernismans
við nútímann. Slík fullvrðing er ekkert ann-
að en útúrsnúningur og þvt miður ekki sá eini
í grein þremenninganna. Þeir vilja snúa því
upp á mína ábvrgð að módernisma-hugtakið
36