Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 5

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 5
VIÐTAL VIÐ BJARNA GUÐNASON Mímir: Hvað er helst að gerast núna hjá Rannsóknastofnun í bókmenntafræði? Bjarni: Pað er ýmislegt á döfinni. Aðal- verk okkar um þessar mundir er orðabók um bókmenntaleg hugtök. Þetta er mikið verk og hefur verið nokkuð lengi í smíðum, enda dugir ekki að kasta höndum til slíks rits. Það er nú svo langt komið, að fullvíst má telja, að setning þess geti hafist um næstu áramót. Þetta verður mikil bók, líklega 300 —400 blaðsíður og mun hvergi gefa eftir sambærilegum erlendum skýringarritum. Og þetta verður góð bók, enda vorum við svo lánsamir að fá Jakob Benediktsson sem rit- stjóra. Þess má geta, að ágætir nemendur í bókmenntum hafa haft nokkra sumarvinnu við orðabókina auk þess sem kennarar í fræðunum og aðrir kunnáttumenn hafa lagt Jakobi nokkurt liðsinni. Þetta er meginverk- efni, sem við erum mjög hreyknir af. En þess er vert að geta, að það er Vísindasjóður sem hefur staðið straum af kostnaðinum við þetta verk að langmestu leyti. Rannsókna- stofnunin býr við mikið fjársvelti af hendi hins opinbera, og hefur fé af fjárlögum til stofnunarinnar rýrnað stöðugt að gildi með hverju ári í verðbólgunni, og satt að segja veit ég ekki hvar þetta endar. Það er ekki sjáanlegt, að íslensk fræði séu hátt skrifuð hjá þeim mönnum, sem fara með fjárveitingavald á Islandi — en gott er að fara fögrum orðum um þau við hátíðleg tækifæri. Haldið hefur verið áfram eftir mætti að gefa út ýmis rit í þeim ritröðum, sem þið kannist við. í IJrvalsritum er væntanlegt 7. bindið. Það er tekið saman af Inga Sigurðs- syni og fjallar um upplýsingaskeiðið og Espól- ín. Unnið er að útgáfu á úrvali úr verkum Benedikts Gröndals eldra og ynga. Og von- andi kemur út á vegum stofnunarinnar úrval úr ritum Huldu, sem Guðrún Bjartmarsdótt- ir er nú að vinna að í sambandi við lokaprófs- ritgerð. Þá er að nefna Studia Islandica, sem hefur komið reglulega út undir ritstjórn Sveins Skorra Höskuldssonar, og er nýjasta ritið í þeim flokki Bækur og lesendur eftir Ólaf Jónsson. Þar er vikið að stöðu bókar- innar í íslensku samfélagi og iestrarvenjum. Loks er þess að geta, að Dagný Kristjánsdótt- ir er að ganga frá bók sinni um sögur Ragn- heiðar Jónsdóttur í fræðiritunum. Hér mætti nefna sitthvað fleira, sem bíða verður betri tíma, en af þessu sjáið þið, að þrátt fyrir krappan fjárhag kennir margra grasa í út- gáfumálum stofnunarinnar. Mímir: Hvernig er með útgáfu Fornrita- félagsins, hefur þú ekki komið nálægt henni? Bjarni: Jú, ég er með eitt bindi í smíðum, sem ætti að sjá dagsins ljós innan skamms. Eftir er að gera nafnaskrá og sitthvað smá- vegis, ýmis frágangsatriði eru enn óunnin. Þetta bindi segir frá Danakonungum og verð- ur stórt rit og vonandi gott, en það les það náttúrlega enginn maður, en það verður til uppi í hillu. Þetta verður bókmenntasögu- lega hliðstætt verk við Heimskringlu í út- gáfu Bjarna Aðalbjarnarsonar, þótt því verði 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.