Mímir - 01.03.1983, Síða 7

Mímir - 01.03.1983, Síða 7
fræðigrein. Þar var engin samkeppni, þar sem mannfæðin var svo mikil. Námstilhögun stendur auðvitað alltaf til bóta. Það er t.d. fráleitt, að hafa allt að 50 slúdenta í sumum kennslustundum á B.A.- stigi. Þar þarf að fækka stúdentum verulega og í sumum tilvikum breyta kennsluháttum á þá lund að taka upp handleiðslu og tilsögn, sem tíðkast í enskum háskólum. Þá myndu kennarar kynnast stúdentum og stúdentar kennurum. En alkunna er, að við þennan Háskóla eru alltof fáir fastir kennarar miðað við stúdentafjölda. Fræðsluyfirvöld hafa löngum viljað reka Háskólann eins og „súper- gaggó“. Mímir: Mælirðu með strangari reglum um tímasókn ? Biarni: Nei. Mér sýnist, að stúdentar sæki yfirleitt vel tíma, en frá því eru auðvitað undantekningar. Strangari reglur myndu Iitlu breyta. Stúdentar eru fullorðið fólk. Mímir: En hvað finnst þér um að nú erum við eiginlega rekin í svokallaða uppeldis- og kennslufræði til þess að geta unnið fyrir okkur? Bjarni: Ég er á því, að þeir sem kenna hafi gagn af uppeldisfræði og tilsögn í kennslu- fræði og kennslutækni. Aftur á móti má um það deila, hversu mikið nám þetta eigi að vera. Mér skilst að fólk þurfi að taka 30 ciningar í þessum greinum til að öðlast kennsluréttindi og samsvarar það allri auka- preininni í B.A.-námi. Ég hygg að þetta sé fjarri öllu lagi og komast mætti af með hálfs vetrar nám eða 15 einingar. Menntastefnan cr: Hópefli fremur en þekking í kennslu- grein. Mímir: Hvað segir þú um formúlukenn- ingarnar, heldurðu að þær eigi eftir að hafa varanleg áhrif eða er þetta bara tískufyrir- brigði? Bjarni: Fyrir löngu hafa menn gert sér fulla grein fyrir því, að föst orðasambönd hafa verið snar þáttur í munnlegri frásagnar- hefð. Þau eru ekki nýjung, en nú er talað um formúlur og væri þá rétt að skilgreina þær, svo að menn viti, hvað um er talað, en hér er of langt mál að fara út í þá sálma. Þessar svonefndu formúlukenningar hafa blásið nýju lífi í vísindalegar umræður, m.a. um varðveislu Eddukvæða og að því er fengur, ]oví að það hefur verið heldur hljótt um þau kvæði langar stundir. Ég hygg, að Eddukvæðin hafi geymst í minni, en ekki ver- ið endurort af kvæðamanni í hvert skipti, og þannig hefur verið háttað um sagnadans- ana, eins og sést best á því að sami sagna- dansinn er til í þremur eða fjórum þjóðlönd- um án þess að þar komi til formúlur. En vitaskuld skolast margt til í minni, þótt kvæð- in séu lærð utan að, og afbrigði verða til. Ég hef með öðrum orðum litla trú á formúlu- fræðinni sem allsherjarlausn og skýringu á varðveislu Eddukvæða. Bókmenntir eru háðar tískuskoðunum og menn verða hugfangnir, jafnvel bergnumdir. Það er ekkert undarlegt að þeir menn sem telja sig hafa nokkra reynslu í þessum fræð- um stingi við. Ég er vantrúaður, þegar alls- herjarlausnir birtast eða hin eina sanna rann- sóknaraðferð. Þið þekkið stefnu þá, sem köll- uð er New criticism eða nýrýni. Um skeið máttu stúdentar hér við deildina vart vatni halda af hrifningu og þá var meginatriðið að líta á ljóðið eitt sér og varpa fyrir róða sögu- legum bakgrunni. Helst mátti ekki nefna höf- undana á nafn, það var til trafala, og ekki tímatal. Nú er þetta gengið yfir, áhrif þess- arar stefnu voru góð þegar til lengdar lét, menn beindu augum að ljóðinu meira en áður. Fyrr höfðu menn verið með hnýsni um per- sonalia, hvar höfundur greiddi þvottareikn- inga sína og þar fram eftir götunum. Hin 5

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.