Mímir - 01.03.1983, Síða 8

Mímir - 01.03.1983, Síða 8
nýja stefna örvaði menn og lét eftir sig nýja reynslu. Nú er jafnvægi í hlutunum og jafn- vægi er gulls ígildi. Sé höfðinu stungið í sandinn, þá er voðinn vís. Mímir: Hvað finnst þér um nýjasta tísku- fyrirbrigðið, kvennabókmenntirnar? Bjarni: Eg tek undir það, að þær eru tísku- fyrirbrigði. Þær spretta upp af félagslegri jafnréttisbaráttu kvenna, og er það í sjálfu sér skiljanlegt. Hins vegar eru bókmenntir listgrein, sem fjalla um manninn og mann- lífið og láta sér í léttu rúmi liggja hvort söguhetja sé karlkyns eða kvenkyns. Er til kvennatónlist eða kvennamálaralist? Þegar konum hefur auðnast að öðlast réttindi á við karlmenn ekki bara í orði heldur á borði, þá ganga konur og karlar til sömu rekkju í bókmenntunum. Af þessum ástæðum m.a.hef ég verið tregur til að gera kvennabókmennt- ir jafngildar til 5 eininga á B.A.-stigi og metn- ar að jöfnu við þann námsþátt, sem fjallar um upphaf fornrar sagnaritunar, konunga- sögur og allar Islendingasögur. Ég tel enn að 2V2 einingar þáttur nægi, en sjálfsagt að fjalla um kvennabókmenntir. Það er aug- ljóst að kynna verður nýjar hugmyndir við Háskólann, þegar þær koma upp, en það hvíl- ir þó altént sú skylda á herðum kennara að gera sér eftir bestu vitund grein fyrir sam- hengi, þróun og jafnvægi hluta og fyrirbæra. Mímir: Svo við snúum okkur að öðru, hvað segir þú um sendingar á handritum okk- ar úr landi eins og nú stendur til? Bjarni: Handrit eru ekki öll jafnverðmæt. Víst er að áróður fyrir íslenskum miðalda- bókmenntum og íslenskri menningu almennt hefur sitt gildi, svo að það er ekki frágangs- sök að lána íslensk handrit til sýningar er- lendis um stundarsakir. En svarið við þessari spurningu fer auðvitað eftir því, um hvaða handrit er að ræða. Mímir: Hvaða rannsóknir ferðu að fást við? Bjarni: Þessu get ég ekki svarað afdráttar- laust, því að sannast sagna blasa hvarvetna við girnileg viðfangsefni í íslenskum mið- aldabókmenntum. Einn steinn veltur úr píra- mídanum, og þá má reisa annan. Þó að mönn- um finnist lítið vera að gerast í fræðunum, þá er þróunin ör, heilagur sannleikur fyrir tveimur eða þremur áratugum hefur orðið að hálfsannleik eða skröki. Bókmenntasögur sem skrifaðar voru fyrir fáeinum áratugum þurfa mikilla endurbóta við. Miðaldafræðin er sam- an sett úr mörgum fræðigreinum, og verði landvinningar í einni er viðbúið að endur- skoðun margra hluta þurfi að eiga sér stað. Stöðugt nýjar hugmyndir um ýmiss konar menningarfyrirbæri miðalda og samskipti Is- lands við önnur lönd varpa nýju ljósi á við- fangsefnin og leiða af sér nýjan skilning. Sam- skipti íslendinga við aðrar þjóðir hafa reynst vera mun nánari en fyrri fræðimenn gerðu sér grein fyrir. Og þá opnast miklar víðlendur rannsókna. Nýjar vísindalegar útgáfur leiða til nýrra rannsókna og endurmats, og ný þekk- ing til breyttra viðhorfa. Mér er ekki kunnugt um neitt rannsóknarefni í miðaldabókmennt- um, sem hefur verið tæmt til hlítar, svo að ekki megi virða það fyrir sér í nýju ljósi. Svo að af mörgu er að taka. Alls staðar eru skörð til að fylla. Mímir: Hvað segir þú um fjöldatakmark- anir? Bjarni: Ég er þeirrar skoðunar, að fjölda- takmarkanir í einstakar háskóladeildir eigi ckki rétt á sér. í fvrsta lagi eru þær skerðing á réttindum stúdenta, svo framarlega sem þeir fylla lágmarkskröfur til námsins, og í annan stað er hér um að ræða hagsmuni ákveðinna hópa til að tryggja sér mun betri laun en al- mennt gerist meðal annarra þegna þjóðfélags- ins og í þriðja lagi kemur þetta hart niðut 6

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.