Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 11
Þessar setningar liggur beinast við að túlka
þannig að hér sé ekki tilvísunareyðing á ferð-
um (sbr. Höskuldur Þráinsson 1980:65—6,
87—8), heldur sé frumlagi þeirrar seinni
sleppt vegna þess að það er hið sama og í
þeirri fyrri, eins og altítt er (sbr. t.d. Jakob
Jóh. Smári 1920:31, Eiríkur Rögnvaldsson
1982). Þá er seinni setningin ekki tilvísunar-
setning, heldur hliðskipuð aðalsetning (sjá
um sams konar greiningarvandamál t.d. Hall-
dór Ármann Sigurðsson 1982:29—-30). En
niðurstöður talningarinnar koma fram í eftir-
farandi töflu:
C0
(5) cð X tilvísunar
ai +-> tenging
Útg. ár B Ó K co sem er °g
1919 Barn náttúrunnar 35 95 5
1924 Undir Helgahnúk 20 97 2
1952 Heiman eg fór3 47 87 13
1927 Vefarinn mikli
frá Kasmír 7 96 4
1931 Þú vínviður hreini 16 98 2
1932 Fuglinn í fjörunni 9 98 2
1934 Sjálfstætt fólk 5 94 5
1937 Ljós heimsins 29 98 2
1938 Höll sumarlandsins 15 100
1939 Hús skáldsins 18 99 1
1940 Fegurð himinsins 15 97 2 1
1943 Islandsklukkan 31 97 1 2
1944 Hið Ijósa man 15 99 1
1946 Eldur í Kaupinhafn 19 98 2
1948 Atómstöðin 21 100
1952 Gerpla 5 33 67
1957 Brekkukotsannáll 10 95 5
1960 Paradísarheimt 11 92 8
1968 Kristnihald
undir Jökli 22 92 6 2
1970 Innansveitar-
kronika 30 94 6
1972 Guðsgjafaþula 20 94 6
1975 I túninu heima 12 92 8
1976 Ungur eg var 12 93 7
1978 Sjömeistarasagan 13 90 10
1980 Grikklandsárið 12 84 2 14
2.2 Niðurstöður
Eins og sjá má er fyrsta dæmi rnitt um
notkun og þar sem mér fyndist verða að
vera tilvísunartenging úr Fegurð himinsins
frá 1940:
(6) Héðan sá yfir Bervíkurhrepp, þessa
litlu afskektu bygð með sínu fátæk-
lega undirlendi, söndum við hafn-
lausa vogmyndaða strönd byrgða
gróðurlitlum fjöllum tveim megin,
og átti í kaupstað að sækja um skarð,
í annað hérað (Fegurð himinsins, 7)
Sams konar notkun og kemur fyrir í næstu
bók Laxness, Islandsklukkunni, en síðan hef
ég ekki fundið dæmi hennar fyrr en í
Kristnihaldi undir Jökli frá 1968. Þess ber
þó að gæta að eins og sést á töflunni hef-
ur aðeins lítill hluti texta hverrar bókar
verið kannaður, allt niður í 5%, og því er
ekki hægt að fullyrða að títtnefnd notk-
un og komi hvorki fyrir fram að 1940 né
milli 1943 og 1968. Hitt er þó ljóst að hún
hefst fyrir alvöru um 1970 og eykst jafnt
og þétt allan síðasta áratug, uns hún kemst
upp í 14% í síðustu bókinni, Grikklands-
árinu.
Hlutfallið milli sem og er helst nokkuð
svipað fram um 1970, þegar er hverfur að
mestu. Frá þessu er þó ein undantekning,
sem er Gerpla; þar er er notað í 2A tilvika
Þetta er skýrt dæmi um hvernig Laxness
lagar stílinn að söguefninu; í íslensku 13.
aldar ritmáli yfirgnæfir er sem (í Njálu er er
t.d. notað í 4/5 tilvika, sbr. Halldór Ármann
Sigurðsson 1982:29).
Önnur tilvísunarorð er vart að nefna; eitt
dæmi fannst um að (í Sjálfstæðu fólki) og
annað um eð (í Undir Helgahnúk), en bæði
þessi smáorð voru áður notuð sem tilvísun-
artengingar í íslensku (sbr. Höskuldur Þrá-
insson 1980:68). Þá voru einstöku dæmi um
að tilvísunarsetningar væru tengdar með
spurnarfornöfnum, en þeim var sleppt úr
9