Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 16

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 16
skipulega. En til viðbótar þeim sem talin eru í (18)—(21) má nefna þessi: (27) Nú stend ég á Ráðhúsplássinu að bíða eftir sporvagni og .... fara til gömlu hjónanna í Vanlöse þar sem mig hafði einlægt dreymt ég ætti innhlaup fyrir 4 krónur á mánuði . . . (Guðsgjafa- þula, 7) (28) Hann var auðsjáanlega að hugsa eitt- hvað sérstakt, horfði niðurfyrir sig og þrýsti íbenviðarstafnum með olnbog- anum uppað síðunni, ....... höndina í buxnavasanum . . . (Guðsgjafaþula, 8) (29) Hann tók yfrum axlirnar á mér með þeirri hendinni sem hann hafði síga- rettuna..........(Guðsgjafaþula, 10) (30) Ég bauð honum fjörutíu þúsund tunn- ur og ..... borga seinna . . . (Guðs- gjafaþula, 35) (31) . . . spakmæli frelsa mann frá því að hugsa, nema þau séu sögð annaðhvort á raungum stað eða rángri stundu, og þó helst hvortveggja í senn, þeas bæði á raungum stað og á rángri stundu, gjarnan með sérstökum merkissvip og ... draga niður í sér röddina (Grikk- landsárið, 40) Hér er eytt ýmsum liðum sem ekki má sleppa í venjulegri nútímaíslensku. Slíkar eyðing- ar eru lítt áberandi í eldri bókum Laxness; þar er aðallega um að ræða eyðingu frum- lags eða andlags sem hefur komið fyrir í undanfarandi setningum, sbr. (22)—(24). Allt ber því að sama brunni hjá Laxness og í fornmálinu; og er allan tímann raunveru- leg aðaltenging. Ef það væri tilvísunarteng- ing, væri engin ástæða til að búast við að hún væri notuð oftar og í fjölbreyttari sam- böndum þótt eyðingum fjölgaði. Sé það aðal- tenging, er eðlilegt að auknar eyðingar leiðí oftar til þess að upp komi sambönd þar sem og virðist vera tilvísunartenging. 3.5 Hverju er eytt? Áður var þess getið að í setningum þar sem og virðist vera tilvísunartenging værí eðlilegt að líta svo á að eytt væri fornafni sem vísaði til nafnorðs sem áður væri komið, sbr. (1) og (2). Víða virðist þó önnur lausn liggja enn beinna við. Þessar setningar standa oft með nafnorðum sem taka einnig með sér annan ákvæðislið, viðurlag eða forsetningar- lið: (32) Meðan frökenin var úti gat umboðs- maður biskups varla haft augun af stríðstertunum þrem útbelgdum af kruðiríi og voru samtals 60 cm í þver- mál (Kristnihald undir Jökli, 35) (33) Ennfremur er hún að borða úr aski fullum af graut og siður var að hafa í hnjám sér meðan maður át (Guðs- gjafaþula, 24) (34) Ekkert man ég þegar við fluttum úr steinbænum við götuna og í nýa timb- urhúsið uppí lóðinni, og enn stendur ... (I túninu heima, 12) (35) Ég vissi líka um fólk, ögn eldra en ég, og hvorki átti bolla né disk, og börn- unum var skamtað á bert borðið . . . (Ungur eg var, 64—5) (36) . . . og sambýlismaður minn Siggi Einars var úti, kanski að hitta þessa ógurlegu dömu með hattinn mikla og hafði þekt Carúsó . . . (Sjömeistara- sagan, 16) (37) . . . og ég spilaði og saung um ferm- íngu við lag frú Elísabetar Tónsdóttur frá Grenjaðarstað og ég kyntist hjá 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.