Mímir - 01.03.1983, Síða 19

Mímir - 01.03.1983, Síða 19
Hér liggur vissulega mun beinna við að telja tilvísunarsetninguna lausa, en hin merkingar- þrengjandi tulkun er samt hugsanleg, þótt hún sé það ekki í (40). Af hverju stafar sá munur? Eg held að hann stafi af því að og sé í raun og veru aðaltenging í (40), sem tengi í djúpgerð saman tvær tilvísunarsetn- ingar, sbr. (39); og þess vegna geti tilvísunar- setningin ekki verið merkingarþrengjandi frekar en viðurlagið sem hún tengist á yfir- borðinu. Aftur á móti séu í djúpgerð (41) tvær tilvísunarsetningar sem séu óháðar hvor annarri, þótt þær eigi við sama nafnorð (kvæðin); þær hafi hvor sitt tengiorð (sem) en séu ekki hliðskipaðar, og því þurfi þær ekki endilega að vera sama eðli.s (báðar fast- ar eða báðar lausar). Þessi tilgáta stendur auðvitað völtum fót- um, því að hún byggist á því að ég by til og dæmi um setningu sem samræmist ekki mínu eigin málkerfi, þ.e. (40). Slíkt verður þó oft að gera í sögulegri setningafræði og er raun- ar hliðstætt því sem t.d. latínukennarar nú- tímans gera þegar þeir semja — og leiðrétta — latneskar setningar sem hvergi koma fyrir í textum (sbr. Lightfoot 1979:6). Þeir hafa auðvitað margfalt meira að styðjast við en ég, en eigi að síður er magn latneskra texta end- anlegt, og þeir eru það eina sem við er að styðjast; ekki er hægt að höfða til máltilfinm ingar innfæddra. Þess vegna er sá möguleiki. alltaf fyrir hendi að menn semji latneskar setningar sem enginn Rómverji fyrir 2000 árum hefði talið rétta latínu; þá hafa menn verið of djarfir að draga ályktanir af þögn textanna um eitthvert atriði. Hið takmarkaða dæmasafn mitt veldur því að á dómum mín- um um mun (40) og (41) er lítið að bvggja; en þó hníga þeir í sömu átt og annað, þ.e. benda enn til þess að og sé aldrei raunveruleg tilvísunartenging, heldur aðaltenging. 4. LOKAORÐ Fleiri sérkenni á stíl Laxness snerta til- vísunarsetningar; þar má einkum nefna þann sið hans að skilja eftir fornafn inni í tilvís- unarsetningunni þegar um er að ræða eign- arfallseinkunn (um slíkar setningar hjá Lax- ness og öðrum sjá t.d. Höskuldur Þráinsson 1973, 1980:83; Ólafur M. Ólafsson 1979: 316—7; Helgi Skúli Kjartansson 1981:146): (42) Kanski hafði vilpan í bæardyrunum sem einginn vissi hennar dýpt ásamt foraðinu fyrir framan hlaðstéttirnar orðið henni ofjarl (Innansveitarkron- ika, 32) (43) Skrýtið að ég skuli enn muna að þessi maður sem ég sá bara frakkann hans og hattinn hét Sighvatur Bjarnason bánkastjóri (I túninu heima, 22) Einnig eru dæmi um að skilið sé eftir í til- vísunarsetningu fornafn sem er fallorð for- setningar (sbr. Höskuldur Þráinsson 1980: 83; Ólafur M. Ólafsson 1979:316—7): (44) Já, og hefur meira að segja stolið sjálfri Skáldu, sem úr þeirri bók fund- ust fjórtán blöð í rúmbæli þinnar sál- ugu móður að Rein á Akranesi (Eld- ur í Kaupinhafn, 99) Slíkar setningar eru athyglisverðar, en þær eru ekki viðfangsefni mitt nú og verða ekki skoðaðar meira hér. Meginniðurstöður mín- ar eru: Notkun Halldórs Laxness á og í stað sem er ekki frjáls, heldur lýtur ákveðnum regl- um. Þessar reglur eru auðskildar, ef gert er ráð fyrir að og sé í raun og veru alltaf aðal- tenging í slíkum dæmum, en eyðing valdi því að hún virðist tilvísunartenging í yfirborðs- gerð. Ymist er um að ræða eyðingu fornafns sem vísar til nafnliðar í setningu á undan, eða eyðingu tilvísunartengingarinnar sem og sagnarinnar vera; í báðum tilvikum er eytt úr hinni seinni af tveim hlið- skipuðum setningum. Þessi niðurstaða styðst við það að títtnefnd notkun og eykst 17

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.