Mímir - 01.03.1983, Page 22

Mímir - 01.03.1983, Page 22
Schelling, en hann leit svo á að náttúran væri gædd sál eða anda. Og eins og Schiller segir, þá er það hlutverk skáldanna að vera vernd- ari og tjáning náttúrunnar, að endurheimta hana þegar menn hafa misst sjónar af henni; skáldskapurinn á í stuttu máli að vera birt- ing hins ídeala.1 Hin gamla hugmynd Platóns um skáldin sem „túlkendur guðanna“ kom á ný upp á yfirborðið. Þannig talar Shelley um skáldið sem miðil guðs og manna, sem hinn ókunna löggjafa mannkynsins, enda birti skáldskapurinn hina æðstu þekkingu, á- nægju, dyggð og dvrð. Skáldið er snillingur- inn, guðinn í sjálfum okkur.' Kenningum raunhyggjumanna, t.d. John Lockes, að vitund manna væri við fæðingu eins og óskrifað blað sem reynslan fyllti síð- an út var hafnað, en í staðinn kom nú hug- hyggja byggð að nokkru leyti á kenningum Kants um tengsl vitundarinnar við efnisheim- inn. Hin platónska hugmynd um fortilver- una fékk aftur byr undir báða vængi, en þar var litið svo á að sálir okkar hafi verið til áður en við fæddumst og að þær hafi lifað með guði í hinum æðsta veruleika. Við fæðinguna gleymist hins vegar vitneskjan um þennan heim, en með aðstoð skilningarvitanna geta menn rifjað þessa vitneskju upp. Með því t.d. að skoða fagra hluti endurheimta menn smátt og smátt vitneskjuna um fegurðina sem slíka (frummyndina fegurð). Þetta er sem sé hug- myndin um að sérhver maður hafi eitthvert brot af guðdóminum falið í sjálfum sér og að vitundin sé tengiliður þessa heims og annars. Og það er ekki síst fyrir atbeina listarinnar eða skáldskaparins sem guðdómurinn eða hinn æðsti veruleiki birtist. I staðinn fyrir ,,tæknihyggju“ klassíkurinnar þar sem skáld- skapurinn var skoðaður sem eftirlíking veru- leikans að fordæmi Aristótelesar og þar sem reglufesta var höfð í heiðri, var nú öll á- hersla lögð á sjálfa sköpunina, á andann, innblásturinn og frumleikann. Og í stað rök- hyggjunnar kom rökleysishyggja, skynsemin var talin hindrun til þekkingar, fara þurfti yfirskilvitlegar leiðir, beita innri augum en ekki líkamlegum til þess að opna sýn til hins ídeala heims. Heimurinn verður sem sagt einungis skilinn með innsæi. II. ÍSLENSK RÓMANTÍK Eins og vænta mátti kom rómantíkin nokk- uð seinna til Islands en flestra annarra Vest- ur-Evrópulanda, enda skorti hér þær samfé- lagslegu forsendur sem nauðsynlegar voru til uppkomu stefnunnar, þ.e. borgarmenningu. Islenska rómantíkin er þannig fyrst og fremst aðflutt stefna sem eðlilega lagaði sig nokkuð að þeim aðstæðum sem hér voru fyrir hendi. Hugmyndalegur grundvöllur stefnúnnar var einnig lengstum æði veikur. Þannig gengur Hannes Pétursson jafnvel svo langt að segja: ,,I íslenzku rómantíkina vantaði alla heim- speki.“3 Fjölnir hafði að vísu verið til staðar frá 1835, en því er ekki að leyna að hann bar ekki síður keim af viðhorfum upplýsingar- manna en rómantíkera; kjörorð tímaritsins voru: frelsi, fegurð og nytsemi. Og þó ljóð þeirra Bjarna Thorarensen og Jónasar Hall- grímssonar mótuðust vissulega af ýmsum rómantískum hugmyndum, er ekki hægt að segja að þeir gefi sig stefnunni algjörlega á vald. Þannig er varla hægt að segja að róman- tík birtist í nokkuð hreinni mynd fyrr en með ljóðum þeirra Benedikts Gröndals og Steingríms Thorsteinssonar um og eftir 1850, en báðir voru þeir vel að sér í ljóðagerð og skrifum þeirra manna sem stóðu í fararbroddi rómantísku stefnunnar í Evrópu. Auk þess höfðu þeir báðir dvalist langdvölum erlend- is og kynnist því umhverfi og þeim aðstæðum sem skapað höfðu stefnuna. I eftirfarandi ritgerð er ætlunin að athuga örlítið þá heimssýn eða heimsskoðun sem birtist í ljóðum þessara tveggja skálda. Ekki er ætlunin að gera einhverja tæmandi athug- un, heldur miklu fremur að benda á ýmsa þætti sem telja má einkennandi og e.t.v. að 20

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.