Mímir - 01.03.1983, Page 23

Mímir - 01.03.1983, Page 23
tengja þetta rómantíkinni eins og hún birtist í öðrum Evrópulöndum. III. STEINGRÍMUR THORSTEINSSON I bókmenntasögu sinni segir Stefán Ein- arsson um ljóð Steingríms Thorsteinssonar: „þau fjalla um ást, ættjarðarást og íslenska náttúru.“4 Svo mörg voru þau orð. Þannig hefur Steingrímur framar öðru verið talinn skáld íslenskrar náttúru, „skáld tveggja svana“, sagði Halldór Laxness eitt sinn. Og allt þetta má vafalaust til sanns vegar færa. Hinu má þó ekki gleyma að hann er sér mjög meðvitaður um það samfélag sem hann bjó í, þéttbýlið, og þann tíma sem hann lifir. Af rómantísku skáldunum íslensku gengur sjálf- sagt enginn jafn langt og Steingrímur að kryfja þennan veruleika sem var svo ólíkur öllu því sem menn höfðu kynnst áður. Um hetta vitna ýmis kvæði hans. Gott dæmi er Hnossið (vitnað er í útgáfu Menningarsjóðs, 1958). Þú finnur aldrei hnoss í heimsins glaum, Hégómadvrðin gelst með bitrum sorgum. Þú vilt hið góða, — flý þá trylltan flaum, Þar fíflast öld á strætum og á torgum, En leita þess í huldum hjartans draum, Því duldar áttu í djúpi þinnar veru Þær dýrstu perlur, — betri víst þær eru En froðan glæst á föiskum tímans straum. (93) Andstæðurnar eru hinn ytri heimur og hin innri vera mannsins, heimsins glaumur og hiartans draumur, froðan Rlæst og þær dýrstu perlur. Sú reynsla sem ljóðið vitnar um er tilfinnin.R þess staka sem stendur andsnænis ógeðfelldri veröld og neitar að taka þátt í henni, en hvetut menn til að leita á vit inn- sæisins, leita að hinum dulda en dýra fiár- sióð sem hver maður á. hinu góða, guðdóm- inum í eigin briósti. Hér eins og svo oft í lióðum rómantískra skálda kemur einstakl- ingurinn fram í andófi gegn hversdagsleik- anum og múgsál borganna, kemur fram sem útlagi sem leitar burt úr glaumnum í „ein- verunnar helgidóm“. Það viðhorf sem talið hefur verið einkennandi fyrir módernisma 20. aldar, að maðurinn sé alltaf einn er hér einnig til staðar. Hversu margt sem um þig er Ymsra samfylgjara, Verður sjálfur þú með þér Þó samt lengst að fara. (Fylgdin, 331) Þannig vitna ljóð Steingríms um mjög ein- staklingsbundna skynjun veruleikans. Maður- inn er einn andspænis heiminum og það er hann sjálfur sem veldur mestu um líf sitt. I einu kvæði segir þannig: „Vort lán býr í oss sjálfum“ (121). Skáldið hefur ekkert traust í öðrum mönnum, en er haldið sífelldum efa- semdum um allt og alla. I kvæðinu Efi koma fram ýmis þau einkenni sem eru dæmigerð fyrir hinn ráðvillta nútímamann andspænis undirstöðulausri tilveru. Líf hans er einangr- að og í leit sinni að svörum við lífsgátunni rekst maðurinn allsstaðar á veggi „kemst ei lengra“ (298). Hvað er eg, var og verð — og hvar, En ekkert svar er engra. (298) Hann getur hvorki fellt sig inn í neitt tilvísunarkerfi né skilgreint sig út frá um- heiminum eða sínu eigin sjálfi. Það eru engin tákn sjáanleg, engar vísbendingar um svör eða hvar þeirra sé að leita. Leit hans er noklc- urs konar naflaskoðun, hann rýnir í stjörn- urnar, sjálfan sig og dauðann í stað þess að reyna að útskýra líf sitt í ljósi umhverfis síns og annarra manna. Og það eina sem leitin færir heim sanninn um eru takmarkanir mannlegrar tilveru, vitundin um það hve líf mannsins er lítilfjörlegt, þekking hans og geta óveruleg. Að óhugsuðu máli gæti manni virst að með borgarmyndinni í Hnossinu: „Þar fíflast öld á strætum og á torgum“ væri ekki ver- 21

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.