Mímir - 01.03.1983, Page 26

Mímir - 01.03.1983, Page 26
Það er skemmtileg og athyglisverð tilvilj- un hve þessi prósi Steingríms minnir á ljóð Stephan Mallarmés Les Fenétres eða Glugg- arnir sem var ort 1862—63. Þar líkir skáldið sér við sjúkling sem horfir út um glugga (list- ina) sjúkrastofu sinnar (veruleikans) á heim- inn fyrir utan (hið ídeala). En andstætt Stein- grími á Mallarmé þá von að hægt sé að brjóta gluggann og sameina veruleikann og hið íde- I ala. I bókinni um Steingrím minnist Hannes Pétursson á vissar efasemdir sem skjóta upp í kvæðum Steingríms um gildi hugsjóna hans. Hins vegar gerir Hannes frekar lítið úr þess- um efasemdum og álítur að þær hafi aldrei náð að buga þá sannfæringu sem Steingrímur hafi öðlast á unga aldri. Pannig ályktar Htumes að hugmvndaheimur Steingtím5_hafi þrátt fyrir allt verið „heilsteyptur, eða ein- hæfur, eftir því hvernig á er litið“.s Hér tekur Hannes að mínum dómi full- sterkt til orða, því það er greinilegt að Stein- grímur veit alla tíð af undirstöðuleysi hug- sjónanna, að fegurðin er ekki allur sannleik- urinn. Steingrímur er þannig mjög þjóðfélags- lega meðvitaður, og hann gerir sér fyllilega grein fyrir því að hinn ídealíski skáldskapur sinn á ekki alltaf samleið með þeim heimi sem hann lifir í. Um þetta vitnar m.a. bréf sem hann skrifaði Frederik Dahl 3. maí árið 1883. Þar segir: Margt á vorum tímum vekur mér óhug, sér í lagi hinn almenni og huggunarsnauði skilninsur á hlutskipti mannsins. En þótt svo bölsýni nútímans hefði margfaldlega rétt fvrir sér, vildi ég heldur lifa fvrir há- leita blekkingu en óverðugan sannleik.n í þessum orðum Steingríms virðist mér felast kjarninn í viðhorfum hans til lífsins og (skáldskaparins. Hann efast um að það sé hægt að sameina hið háleita og sannleikann. Og þessi mótsögn skapar óvissu og öryggis- leysi, sbr. áðurnefnt kvæði Efi. Þessa árekst- urs hugsjóna og veruleika gætir að vísu minna í kvæðum Steingríms en vænta mætti. Þó má vel finna hann ef að er gætt, t.d. í kvæð- inu Efra og neðra. Þar líkir Steingrímur líf- inu við bátsferð; eins og svo oft er maður- inn ,,aleinn“ á ferð og náttúran brosir við honum, sjórinn sveipast „gullnum sólskins- hjúpi“. En ekki er allt eins og sýnist, því undir niðri blasir við ógnvekjandi sjón, sokk- ið hafskip og hákarl sem bryður ná. Og kvæðinu lýkur á þessa leið: Áfram ræ eg, ei skal dvelja, Áfram, bátur, svíf; Yfir sólbros, undir helja, Ó, þú falska líf! (77) Þannig er lífið tvíbent og þar af leiðandi falskt, andstæðurnar sólbros og helja verða ekki sættar. Hugsjónirnar eru draumar eða blekkingar sem þola hvorki nánari athugun né neina truflun, sbr. kvæðin Draumur hjarð- sveinsins eða Skógarsjónin, þar sem ekkert má út af bera til að öllu sé kollvarpað. I kvæðinu Hugsjón lýsir Steingrímur eðli þessa fyrirbæris sem er í senn „fjarri og nær“, sem er „hvik sem haugaeldur“ og einungis hugurinn megnar að fanga. Nei, síþreyð, sjaldan fundin Þú svífur fjær í geim, Þú bvggir þagnarlundinn Ei þekkt af spilltum heim. Á angurblíðu brunni Þinn bjarti svanur gól, Þú ert í einverunni Ein sem á himni sól. (38) Þannig er það einungis í einverunni, fjarri hinum soillta heimi mannanna að skáldið getur glevmt efasemdunum og látið sig dreyma. ImvndunarafUð verður þannig leið j til betri veraldar. Skáldið er eins og fannhvít- ur svanur sem er bundinn saurgu dýi og getur ekki losað sig. En tækist honum það með 24

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.