Mímir - 01.03.1983, Page 29

Mímir - 01.03.1983, Page 29
í einverunnar heim þú fundið fær hið fagra mál, er guð þér sjálfur bjó; þar máttu hvíla guðs við góðan barm sem glaðast barn á ljúfum móðurarm. (144) Fegurðin og sannleikurinn eru þannig ekki af hinum ytra heimi, hejdur búa þau í brjósti sérhvers manns, það þarf einungis að leita þeirra, velcja andann. Og þar er ró og friður sem ekki er að finna í mannheimi. I „Noklcrar greinir um skáldskap“, prent- að 1853, fjallar Gröndal m.a. um efnisgrund- völl slíáldskapar. I3ar segir hann: Hinn ágætasti og trúasti leiðtogi allra lista- manna er náttúran sjálf; en þeim er ætlað að leggja anda í náttúruna, sem mjög sjald- an finnst í henni.u> Þó stutt séu segja þessi ummæli Gröndals í raun og veru bvsna margt, bæði um af- stöðu hans til listarinnar og lífsins. J’annig er listamaðurinn hliðstæður guði og hlutverk þeirra það sama, að gæða sköpunarverk sitt anda sínum. Eins og guð gefur náttúrunni anda eða líf og skapar tilveruna eða hina lif andi náttúru, eins leggur listamaðurinn anda sinn í yrkisefni sitt, náttúruna, og hælck- ar það upp í æðra veldi, skapar list. Hin lif- andi náttúra og listaverkið vitna þannig hvorttveggja um samhljóman hugar og heims. Þessi hugmynd, að vísu í ýmsum formum en upphaflega komin frá þýska heimspek- ingnum Kant, er gegnumgangandi í allri evrópslcri rómantík. Þannig taldi Schelling að listaverkið væri hliðstætt heiminum, þar væru allar mótsagnir upphafnar og andinn og náttúran, hið meðvitaða og hið ómeðvitaða, fríviljinn og nauðsynin sameinuðust. „Ji’að sem við lcöllum náttúru“, sagði hann, „er kvæði gert úr leyndum og dularfullum tákn- um“.37 I Hugfró kemur Gröndal nokkuð inn á þessa hugmynd. Hann segir í skýringum við kvæðið að menn geti „ímyndað sér alla til- veruna eins og furðulegt Ujóðfæri, sem leik- ur lífshljóminn fyrir guði“ (547). Sem söngmeistari stillir lærður lög með löngum tónum eða stuttum nótum, eins setti lífið alvalds höndin laög, og himnesk býtti ævidögum skjótum. (227) En framangreind tilvitnun í „Nokkrar greinir um skáldskap“ segir ekki einungis um tengsl listamannsins og guðs og lista- verksins og náttúrunnar, hún segir einnig nokkuð um trúarviðhorf Gröndals. Hér kem- ur það glögglega fram að hann aðskilur anda og náttúru og andæfir þar með skoðunum algyðistrúarmanna. Gröndal lítur greinilega á guð með augum kristins rétttrúnaðar, hann er guð faðir, skapari alls sem er. í slcýringurþ við kvæði sín hafnar Gröndal enda alfarið ( algyðistrú, „guð má til að vera persónuleg- ur“, segir hann þar (550). Þessi trú kemur auk þess víða fyrir í kvæðum Gröndals, t.d. í Nýjárskveðju. Einn vakir öllum yfir alvaldur ljósa her; (48) Og eins og Gröndal segir þá er guð höf- undur fegurðarinnar og þar með sannleikans (552). Hlutverk skáldanna er hins vegar að raungera hugmyndina um ídealið eða guð- dóminn. I hinni jarðneslcu spegilmynd guð- dómsins, náttúrunni, hugðust skáldin fanga hið fagra eða a.m.k. eitthvert brot af því. Þannig er náttúran heimssýnin og líkingin , eða táknið sú aðferð sem notuð er við að yfirfæra gildi og merkingu þessa veruleika yfir á hið ídeala plan. Eins og Steingrímurl' notar Gröndal oft sólina sem tákn guðs, t.d. í Vorvísu, þar sem sólargeislarnir verða orð guðs sem boða mönnum sannleikann. Þannig hefur þessi tvíhyggja eða tvísýna skoðun veruleikans oft ákveðið dæmisagna- gildi. í kvæðinu Líkingar segir t.d.: 27

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.