Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 35

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 35
GU3VARÐUR MÁR GUNNLAUGSSON: MALVÖNDUN OG FASISMI Skrif um málvöndun og málhreinsun geta oft verið hin furðulegustu, og á það einkum við þegar tilfinningarnar eru látnar ráða en ekki skynsemi og rök. Eitt gleggsta dæmið u.m þetta gerðist í fyrrasumar. I Mími 29 voru nokkrir góðir íslendingar fengnir til að svara fjórum spurningum um málvöndun. Einn þeirra sem spurðir voru, Höskuldur Þráinsson, gagnrýndi stjórnendur þáttarins Daglegs máls töluvert í svari sínu. Höskuld- ur sagði þar m.a.: ,,Eg hef hins vegar talsverðar áhyggjur af þættinum Daglegt mál í Ríkisútvarpinu. Það hefur nefnilega komið fyrir oftar en einu sinni á undanförnum árum að umsjónarmenn þess þáttar hafa tvímælalaust gert stórbölvun í mállegum efnum. Þar hefur nefnilega verið haldið fram slíkum fordómum að engu tali tekur. Menn hafa þar fordæmt skilyrðislaust ýmis atriði sem eru almennt mál og reynt að telja hlustendum trú um að þarna væri um að ræða svonefndar dönskuslettur eða þá ensk áhrif. Ágæt atviksorð eins og eitthvert í sam- bandinu að fara eitthvert (sbr. Hvert fór hann? Hann fór þangað/eitthvert) hafa ver- ið lýst í bann og umsjónarmenn hafa jafnvel vibað hlutast til um á hvern hátt zz-hljóðvarp kæmi fram í orðum eins og hanani (hanönum var talið ótækt og þá væntanlega þap'ónum Hka en hönunum (eða var það hönönum?) bið eina rétta (og þá væntanlega Jöpunum)). Snvria mætti hvaðan mönnum kemur umboð til að aefa fyrirmæli af þessu tagi. A. m. k. er lióst að þau eru lítt til þess fallin að efla skiln- ing hlustenda á móðurmálinu en henta ágæt- lega til að vekja hjá þeim óöryggi og málótta (ef þeir eru t. d. vanir að fara eitthvert að leita sér að hanönum) eða þá til að herða þá í fordómum og lítilsvirðingu á málfari náung- ans (ef þeir hafa áður verið vanir að fara citthvað í leit að hönunum). Þessi misnotkun þáttarins Daglegt mál er talsvert alvarleg vegna þess að mikið er á hann hlustað.“ Helgi J. Halldórsson sá um þáttinn Dag- legt mál í fyrrasumar eins og svo oft áður. Hann tók þessa gagnrýni Höskuldar fyrir í 27. þætti sínum 3. ágúst 1981. Ekki er hægt að segja að hann hafi svarað gagnrýninni beint, heldur vísaði hann málinu frá sér, en hann sagði m.a.: ..I síðustu tveim þáttum svaraði ég bréfi frá Útgarða-Loka. Hann deildi hart á umsión- armenn þáttarins Daglegs máls fyrir slælega varðveislu tungunnar, of mikið frjálslyndi og sveigianleika. En umsjónarmenn þáttarins hafa lílca fengið á baukinn á öðrum vett- vangi. I Mími, blaði stúdenta í íslenskum fræðum, í júní 1981, eru spurningar og svör um málvöndun.” og ,,Daglegt mál ber þar á góma. I svari málfræðiprófessors segir meðal annars svo /..../“. Síðan rakti Helgi ummæli Höskuldar þau sömu og ég rakti hér á undan. Að því loknu sagði Helgi: ,.Ekki er hér hógværðinni fyrir að fara fremur en hjá Útgarða-Loka né skýrum leið- beinin.qum um málnotkun. Ég minnist þess ekki að tilgreind orð, hanani og atviksorðið 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.