Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 40

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 40
litskaflana um skáldin. Ofan í fullyrðingu sína vitna þremenningarnir þrátt fyrir allt í rökfærslu mína fyrir því að atómskáldin skipi sama flokk: eigi samleið í tíma, þroska og skáldskap og þjóðfélagsviðhorfum. Mér þykir ólíklegt að nokkrum manni detti í hug að atómskáldin séu svo einangrað eða einstætt fyrirbæri að í skáldskap þeirra finnist aðeins það sem ekki finnst hjá öðrum. Og til að árétta enn einu sinni landamerki atómskáldatímabilsins til glöggvunar í bók- menntasögunni skal þetta tekið fram: Það koma ekki fram ný Ijóðskáld önnur en atóm- skáldin á tímabilinu 1945—1955 nema Jónas Svafár (sem þremenningarnir minnast ekki á) og svo Gunnar Dal (sem ég held að enginn hafi nefnt atómskáld), þó að örfá einstök ljóð næstu kynslóðar hafi birst á prenti fyrir lok þessa tímabils. Hópurinn hefur því skýra afmörkun bæði hvað varðar skáldskaparein- kenni og tíma. Þess vegna er 1945-—1955 tímabil atómskáldanna. Eftir það kemur ný kynslóð skálda sem að vísu er misjafnlega gömul eða ung í holdinu. Sú kynslóð nýtur atómskáldanna og samherja þeirra í mörgu og er upphaf að nýju skeiði skáldskapar þar sem mörg snjöll skáld eru að verki, og atóm- skáldin eru ekki lengur framvarðarsveit. Ljóð annarrar kynslóðar formbreytingarinnar bera vitni þessu sem ég kallaði formgerðarfrelsi og þremenningarnir virðast ekki skilja. Ég tel augljóst að skáldskaparbreytingin um miðja öldina hafi verið eins konar endurlausn fyrir íslenska ljóðagerð. Hún leysti úr læðingi ný tækifæri, nýja tjáningu, ný form og hefur skilað ríkulegum arfi. Andhverfa þessa form- gcrðarfrelsis er sú tilætlunarsemi og sú þjóð- ernishrokafulla krafa að allir skyldu yrkja ,.að íslenskum lögum“ eins og það hét, þannig að njóta mætti kveðskapar með bragevranu, eins og það hét líka. Það gildir mig auðvitað einu þótt þre- menningarnir eða aðrir kalli sjónarmið mitt dýrkun á módernismanum eða atómskáldun- um, enda tekst þeim ekki að rökstyðja slíkt. Ég hef aldrei kallað skrif atómskáldanna „æðstan sannleika“ né ljóð þeirra „hina sönnu list“ eins og þremenningarnir gera mér upp. Órökstuddum fullyrðingum um að ég halli máli gagnvart varðmönnum ljóðhefðar- innar vísa ég á bug. Ég leiði fram sjónarmið beggja deiluaðila jafnt í deilunum um rétt- mæti Ijóðnýjunga, eins og hver óvilhallur les- andi getur séð. Þeim þremenningum þykir ótilhlýðilegt að ég geti um mótsagnir annars aðilans, rétt eins og mér bæri að úthluta báð- um einhverjum kvóta af mótsögnum án til- lits til málflutnings þeirra. Sæmra væri nú að hrekja sjónarmiðin á málefnalegan hátt, t.d. með því að sýna fram á mótsagnir í mál- flutningi nýjungamanna, ef menn telja sig finna þær. Það lýsir ótrúlegu eftirtektarleysi að þre- menningarnir segja mig ekki hafa athugað það að atómskáldin hafi skapað sína eigin hefð sem nútímaskáld verði að sigrast á (eitt- hvað hljóta þau þá að hafa sameiginlegt skáld- skaparlega úr því að þau hafa mvndað hefð). En það vill nú svo til að það er einmitt þetta sem ég bendi á varðandi módernismann. Hann er ekki neitt endanlegt form, engin afmörkuð eða heildstæð hugmyndafræði eða stefna eða lokaskeið. I 4. kafla bókarinnar ræði ég einmitt um það að nýjungar sem ná fram að ganga, verði með tímanum úrelt hefð og að þá sé vísast að fram brjótist aðrar nýj- ungar til að hreinsa sig af hinu gamla og full- nægja endursköpunarþörf listarinnar. Það er einkennilegt að þremur mönnum í hóp skuli hafa sést yfir þetta. Það er vissulega ástæða til að minnast á það að þessi endurnýjunarþörf eða andóf gegn gömlu módernistunum hefur farið vax- andi hjá ungum skáldum síðustu árin og birt- ist t.d. eftirminnilega í ,,heimsókn“ Einars Más Guðmundssonar í ljóðabók hans í fyrra (Róbinson Krúsó snýr aftur). í ljóðinu er ekki talið vænlegt „að halda áfram að skjóta örvum af gráhærðum streng atómskáldanna“ heldur mælt með öðrum vopnabúnaði. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.