Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 43

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 43
GU3RUN NORDAL: ATHUGUN Á ÞREMUR PASSÍUSÁLMUM INNGANGUR Pað er samdóma álit þeirra fræðimanna sem hafa fjallað um Passíusálmana að þeir séu mikið listaverk og glæsilegur tindur í bókmenntasögu Islendinga.1 Þó að þessi skoðun sé svona almenn hefur enginn þess- ara fræðimanna haft það fyrir meginmark- mið að kanna í hverju þessi mikla list er fólg- in enda má segja að rannsóknaraðferðir þeirra hafi ekki beinst að því. Aherslur þeirra hafa frekar verið á baksviði og tilurð verksins en á orðsnilld Hallgríms Péturssonar þó að eng- inn hafi komist hjá því að nefna hana. Pess- ar rannsóknir hafa fært nútímalesanda nær þjóðfélagi og hugsunarhætti lútersks manns á 17. öld og því skáldi sem bjó honum búning. List verður vonandi ekki útskýrð endanlega rneð orðum því þá mundu listaverk missa aðdráttarafl sitt. Listaverk hafa líka misjöfn áhrif á fólk og skoðanir geta því verið skiptar. En ég hef trú á að rækileg athugun á aðferð- um Hallgríms geti opnað okkur nýja sýn inn í þetta listaverk og kannski skýrt, að svo milclu leyti sem það er hægt, af hverju Passíu- sálmarnir eru meira listaverk en mörg önnur. Passíusálmarnir eru vissulega höfundar- verk og könnun á skáldinu getur hjálpað les- andanum í túlkun. Allar slíkar staðreyndir koma okkur að gagni við túlkun á heildar- merkingu sálmanna. En samt eru Passíusálm- arnir sjálfstæður texti sem hefur lifað í 300 ár meðal almennings án þess að sérhver les- andi hafi gert sér grein fyrir Hallgrími og hugmyndum hans. Eitthvað hlýtur að búa í Passíusálmunum sem gefur þeim sjálfstætt iíf. 1 fyrsta lagi er hér um trúarlegt verk að ræða. Píslarsaga Krists er rakin og túlkuð á mjög persónulegan hátt, ,,ef til vill er það einlægnin, öllu fremur en innileikinn og mild- in, sem hefur varðveitt Passíusálmana svo síunga fyrir kynslóð eftir kynslóð sem raun hefur á orðið.“- Fólk hefur fengið það á til- finninguna að talað væri beint til þess á máli sem það skildi. í öðru lagi er hér um skáld- verk að ræða, írumsmíð mikils listamanns og túlkun hans á trú sinni, sjálfum sér og sínum samtíma. Pessir þættir eru samtvinnaðir en samt er nauðsynlegt að aðgreina þá.3 Fræðimenn eru sammála um að Passíu- sálmarnir væru ekki svo lifandi enn þann dag í dag nema til kæmu hin stórkostlegu vinnubrögð skáldsins. Boðskapur nægir ekki til að tryggja langlífi skáldverka eins og örlög Llugvekjusálma Sigurðar Jónssonar á Prest- hólum sýna. Það er framsetningin sem ræður úrslitum og hvernig farið er með viðfangs- efnið. Sú spurning sem brennur heitast á vörun- um er: hvað gerir Passíusálmana að svo miklu listaverki? Spurningin er áleitin en um leið ógnvekjandi því svörin verða sundurlaus, listaverk verður ekki skilgreint. En það er þarft verk að gera bókmenntalega greiningu á Passíusálmunum og reyna að þokast nær snill- inni sem þar býr að baki. Athuga hvaða að- ferðurn Hallgrímur beitir og hvaða brögð hann notar til að koma boðskap sínum á 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.