Mímir - 01.03.1983, Síða 45
þessum sálmi við, eftir að hann lauk verk-
inu, ásamt 2. sálmi til þess að fylla fimmta
tuginn/’Þessi munnmælasaga verður auðvitað
ekki sönnuð en sálmurinn er samt á marg-
an hátt ólíkur öðrum. Textinn, eða tilvísunin
í píslarsöguna sem skipar oft þó nokkuð rúm,
er aðeins eitt erindi enda er Hallgrímur að
fjalla um sama efni og í sálminum á undan.
Sálmurinn er því að langmestu leyti hugleið-
ingar og útlegging út frá þessu frjóa þema.
Utleggingunni lýkur með 20. versi en þá tek-
ur ákallið við, sem er óvenjulangt, 7 vers sem
tengjast aðalþema sálmsins.
Meginstef og úrvinnsla
Hallgrímur byggir þennan sálm upp af
andstæðum eins og svo marga aðra sálma.
Hann leikur sér að orðunum akur og gjald
og setur Jesúm og höfuðprestana upp sem
andstæður og samstæður í senn og í því felst
rnáske snilldin. Þeir verða að gjalda fyrir það
sem þeir eignast en gjaldinu er ekki hægt að
líkja saman. Jesús greiðir með blóði sínu og
eignast andleg verðmæti en höfuðprestarnir
gjalda með sviknu fé og öðlast þess í stað
forgengileg verðmæti. Þannig tengjast þessar
samstæður saman og togast á í senn:
Andlegt
Jesús
Blóð Krists
Miskunn
V eraldlegt
Höfuðprestarnir
Silfurpeningarnir
Akur Pottmakarans
Það sem tengir þessar andstæður saman er
svikarinn Júdas sem hrindir atburðunum af
stað. En mannskepnan getur iðrast og með
henni öðlast náð drottins eins og Júdas gerir
þetjar hann iðrast (sbr. yfirskrift 16. sálms).
Það kemur fram í 8. erindi að maðurinn
er með bagga erfðasyndarinnar á bakinu eftir
að Adam féll. I næstu erindum er lýst þeim
hörmungum sem bíða manns handan grafar
bví að sálin er í útlegð. Hið eina sem gat
biargað sál mannanna var að Jesús keypti
okkur úr útlegðinni og er hér enn vísað í
aðalþema sálmsins, kaup-sala (sbr. 6.-7. er.)
sem var undirbúið strax í sjö fyrstu erind-
unum. Jesús geiðir lausnargjaldið með blóði
sínu og þar með er hann búinn að borga
fvrir syndafall Adams og miskunnin er enn
föl mönnunum, þ.e. þeim sem iðrast og trúa
á Jesúm Krist.
I 21. erindi hefst síðan bæn og ákall Hall-
gríms til Jesú sem síðar nær hátindi í hinu
gullfallega lokaerindi sálmsins. I þessum
lokahluta sálmsins er Hallgrímur enn trúr
aðalviðfangsefninu. Hér samtvinnast akur
kristninnar og trú Hallgríms, akur hans sjálfs,
og hann gefur Jesú allan ávöxt trúar sinnar.
í tveimur síðustu erindunum biður hann um
legstað í akri kristninnar og samsamar sig
síðan hveitikorni á uppskerutíma sem fer til
þess sem akurinn á. Þessi samtvinnun er stór-
kostlega gerð og er erfitt að skýra með orð-
um, sálmurinn talar máli sínu af mikilli snilld:
XVII,27. Hveitikorn þekktu þitt,
þá upp rís holdið mitt,
í bindini barna þinna
blessun láttu mig finna.
Myndmál
Hallgrímur notar í þessum sálmi samlík-
ingar og myndmál til þess að orða og skýra
út hugsun sína. Akurinn verður honum mjög
auðug mynd sem tekur á sig margar merk-
ingar. Hann er bæði notaður bókstaflega sem
,,akur pottmakarans“ og sem legstaður
dauðra, „akursins greftrun". Einnig huglægt:
XVII,24. Þú gafst mér akurinn þinn.
Þér gef ég aftur minn.
XVII,25. ávöxtinn iðju minnar
í akri kristninnar þinnar.
Avöxturinn er bæði almenns eðlis, kristinn
maður sem er trúr í hjarta sínu, verður ávöxt-
ur kristninnar og persónulegur, sem ávöxt-
ur iðrunar og ástar á Jesú. Hallgrímur líkir
trúlausum manni við fanga og útlaga sem er
43