Mímir - 01.03.1983, Page 50

Mímir - 01.03.1983, Page 50
Opnar dyr Lífsins dyr á arkar síðu á síðu sinni bjargast skyldu svo angruð sál aðstoð finni frelsi og líf frá eilífum dauða leystur 13. og 14. erindi tengjast saman á samskonar hátt. Enn er tilvísun í Nóaflóðið, eins og Nói leit út um arkargluggann og sá að lokum ljós- glætu frá himni eins fær kristinn maður að sjá í gegnum hjarta Krists birtu frá guði: Arkargluggi Hjarta Jesú Nói Maðurinn sólarljóminn ástar birta guðs dimmur hryggðarskuggi hryggðarmyrkrið Tengingin tekst fullkomlega. Seinasta sam- líkingarparið er 15. og 16. vers. Þar er til- vísun í Móses sem sló vatn úr steini til að svala lýðnum í eyðimörkinni, eins slær guð ,,reiðisprota“ sínum á hjarta Jesú svo að svalalindir spretta út til að svala sálum mann- anna: XLVIII,10. miskunnsemi lausnara þíns. XLVIII,18. miskunnsemin guðdómleg. 19. versið upphefur síðan allan sálminn þar sem Hallgrímur lofar og prísar Jesú sem græðir hann og blessar á móti. Þetta loka- erindi er kaflaskipt, fyrstu tvær ljóðlínurn- ar vísa til mannsins, miðlínurnar til drottins en lokavísuorðin eru bæn og þökk. Hallgrím- ur er enn fullkomlega trúr meginþemanu sem gengið hefur eins og rauður þráður í gegnum allan sálminn: XLVIII,19. Hjartans innstu æðar mínar elski, lofi, prísi þig. En hjartablóð og benjar þínar blessi, hressi, græði mig. Hjartans þýðar þakkir fínar þér sé, gæzkan eilíflig Móses steinn út til allra I. búða svalavatn hressti þyrsta nýja krafta drottinn hjarta Jesú um heimsins alla parta svalalind sálin fær blessun nýja krafta í sextánda erindi er drottinn orðinn strangur og með reiðisprota gagnstætt því sem honum er lýst í 3. erindi sem mildum og fullum elsku. 17. erindið er síðan útlegging af þessu síðasta samlíkingarpari í sálminum, og einnig tilvísun til þess sem er í 11. - 12. er: XLVLLL,17. í þessi inn mig fylgsnin fel ég, fargar engin sorg mér þá. í átjánda versi gerir Hallgrímur sig lítinn og saurgaðan og biður þess að blóð Jesú þvoi hjarta sitt og veiti sér miskunn. Hér er sama efnið notað sem er eitt af meginstefjum 28. sálms. Lokaorð erindisins tengjast lokalínu 10. vers: Myndmál Meginstefin í sálminum, blóð/vatn — síðusár/síða verða mjög táknræn í útlegging- unni. Vatn og blóð tákna lausn fyrir mann- kynið, skírnina og svölun sálarinnar í nauð- um. Síða Jesú verður tákn fyrir athvarf það sem manneskjan á í Kristi. Líkami og blóð Krists tákna síðan hið heilaga sakramenti í kirkjunni. Sálmurinn byggist að miklu leyti upp af fjórum samlíkingarpörum. I þeim dregur hann upp í öðrum hlutanum hlutlæga mynd, sem er alþekkt úr forsögu kristninnar, sem síðan fær samsvörun í því huglæga yrkisefni sem sálmurinn fjallar um. I sjöunda versi líkir hann trúarlegri sjón við líkamlega sjón. Myndmálið í sálminum er ekki flókið held- ur er það frekar úrvinnsla Hallgríms sem er slungin. Sömu myndirnar koma fram aftur og aftur en skáldið hefur þá snilli til að bera að geta stöðugt brugðið upp nýju ljósi svo að nýir fletir koma í Ijós. Myndmálið í sálmin- um tengist við 17. og 28. sálm. 48

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.