Mímir - 01.03.1983, Page 56

Mímir - 01.03.1983, Page 56
r PÁLL VALSSON: NOKKRAR ATHUGANIR Á LJÖÐAGERÐ SIGURÐAR PÁLSSONAR I Pað er tilgangur þessarar greinar að reyna að varpa einhverju ljósi á Ijóðagerð eins úr hópi okkar yngstu ljóðskálda, Sigurðar Páls- sonar. Sigurður er fæddur 1948 og sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Ljóð vega salt, árið 1975. Önnur bók hans, Ljóð vega menn, kom síðan út árið 1980. Auk þessara tveggja bóka hefur hann skrifað tvö leikverk fyrir Nemendaleikhús L.I.: „Undir Suðvestur- himni“ og „Hlaupvídd sex“. Hér verður ein- göngu fjallað um ljóðabækurnar eins og titill ritgerðarinnar segir til um, en þar sem ljóð úr leikverkunum eru í síðari bókinni tengj- ast þau að nokkru þessari grein. Það er kannski umdeild fullyrðing að telja Sigurð til yngstu skáldakynslóðarinnar. Hann kemur fram tæplega þrítugur og nú þegar þetta er ritað er hann kominn á fertugsaldur- inn. Eg tel hins vegar rétt að staðsetja hann í þessum hópi útfrá þeirri staðreynd að hann tilheyrir því tímabili í íslenskri ljóðagerð sem segja má að hefiist með Degi Sigurðarsyni og ríki enn. Án þess að fara nánar út í þá sálma, þá er það þessari yngstu kynslóð sam- eiginlegt, að um ljóð þeirra hefur lítið verið fjallað á fræðilegan hátt. Það er því mark- mið þessa greinakorns að freista þess að nálgast ljóðin með vísindalegum aðferðum. Eg ætla mér þó ekki þá dul, að mér takist að gera því efni nokkur tæmandi skil enda mun slíkt vart gerlegt. Petta er fyrst og fremst tilraun með ákveðin vinnubrögð til þess að ná fram hugsanlegri túlkun og rökstyðja hana á sæmilega sannfærandi hátt. Þær aðferðir sem ég reyni að beita hér á eftir hafa einkum verið mótaðar af þeim hópi fræðimanna sem kenndir eru við nýrýni, þó einnig gæti áhrifa frá strúktúralisma. I ör- stuttu máli eru þær fólgnar í því að finna og einangra smæstu einingar skáldverks og sýna fram á samspil þeirra og gildi fyrir heildarmyndina. Pá er reynt að taka tillit til sem flestra þátta og vega svo og meta þýð- ingu þeirra. Til þess að nálgast viðfangsefnið á ein- hverjum grunni tók ég nokkur ljóð útúr báð- um bókunum og reyndi að greina þau sem rækilegast. Pað skal þó tekið fram að í loka- kaflanum, þar sem höfundareinkenni og helstu niðurstöður verða dregnar saman, er gengið útfrá bókunum sem heild og efni sótt útfyrir þessi einstöku ljóð sem fyrir valinu urðu. II Ljóð vega salt Ur þessari bók hef ég valið til greiningar: „Fiðla og skógur“ sem er stakt ljóð í hópi þeirra sem birt eru undir yfirskriftinni „Nokkur eldri ljóð“, og „Sprengisandur 111“ úr samnefndum ljóðaflokki Fiðla og skógur vængjuðum þrótti stíga tónar 54

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.