Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 58

Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 58
Sprengisandur III með svefnpoka undir augum höldum við ferðinni til streitu reimleikar bílsins halda hreyfingunni við vænsta kinnhest mundi ég gefa þér olíulitlum og illa bónuðum ef það fleytti þér hraðar um þessa ýlfrandi hrímþoku með svefnpoka undir augum kalla ég þig vænsta klárinn í gamni fjórhjóla vin með rafkerfi tauga og olíu um hlýjan skrokkinn höldum saman ferðinni til streitu eftir fæðingarhríðir sandsins vaknar skyndilega spegill vatns fæðist sól eftir óráð myrkurs við sjáum stráin falla fyrir blaðsins egg um bárðardal allan og vofur nítjándualdarskálda kankvísar á vappi milli hóla í sólinni Þetta er þriðja ljóðið í Ijóðabálki sem ber nafnið „Spengisandur“ og samanstendur af 4 ljóðum. Bálkurinn er greinilega byggður á yfirreið höfundar um þessa víðáttumiklu auðn. Miðað við ljóðið sem við vorum að hverfa frá, sjáum við strax að sú sameining kyrrðar og friðar sem maðurinn og náttúran dvöldu í þar, hefur verið rofin af bíl. Þetta farartæki hefur skotið sér upp á milli manns- ins og náttúrunnar og þess vegna virðist ferð- in hafa í för með sér vissa þjáningu fyrir höf- und (ég ljóðsins). Ljóðið skiptist í 3 erindi, mislöng með óreglulegri hrynjandi. Mynd- málið samanstendur af beinum myndum og n.k. ,,grunn“-líkingum sem skreyttar eru tví- ræðum orðum af mikilli mælsku. Fyrstu tvö erindin fjalla um samskipti bíls og manns og ,,í gamni“ líkir hann bílnum við hest og geng- ur sú líking í gegnum allt ljóðið, líkt og fugl- inn í ,,fiðla og skógur“. Þessi líking verður að teljast mjög sterk og áhrifamikil. Bíllinn „fjórhjóla vinur“ nútímamannsins hefur kom- ið í stað hestsins sem áður flutti menn yfir sandinn. Þá erum við komin að vísun ljóðs- ins í samnefnt ljóð Gríms Thomsen. Það er athyglisvert að mörgu leyti að bera saman þessar Sprengisandsferðir skáldanna. I fyrsta lagi er tímamunur þeirra u.þ.b. öld, þannig að þarna höfum við annars vegar nútímann ,,með rafkerfi tauga og olíu“, og svo hins vegar gamla tímann fullan af útilegumönnum og álfadrottningum. Það er ekki fyrr en í þriðja erindi sem umhverfið fær einhverja lýsingu að marki hjá Sigurði, aðra en „ýlfr- andi hrímþoka“. Grímur hins vegar byggir sitt kvæði aðallega á umhverfinu og lýsingu þess. Fararskjóti hans, hesturinn, fær þá einu meðferð að fyrst vonar hann að drottinn leiði hann áfram á sínum vegum og undir lokin er hann reiðubúinn að fórna hestinum til bjarg- ar eigin skinni. Þá kallar hann hestinn drösul, sem hefur neikvæða merkingu. Það má því segja að samband Sigurðar og bílsins sé gætt meira trausti og vináttu en samband Gríms og hestsins. Sigurður gerir sér betur grein fyrir takmörkunum bílsins og „skilur“ hann betur en Grímur hestinn. Setninguna „kallo ég þig vænsta klárinn í gamni“ má túlka sem háð Sigurðar gagnvart þessum annmörkum á fyrrnefndum kveðskap Gríms. Eins og btll ♦----♦ maður voru grundvall- arafstæður, þemu, í fyrstu tveim erindunum, þá má segja að í síðasta erindinu séu það: byggð *------* óbyggð. „Sameining" bíls og manns hefur átt sér stað og saman verða þeir fyrir þeirri opinberun sem verður þegar byggðin tekur við af óbyggðinni, sandinum. Þessi opinberun er sýnd í smekklegum og lát- lausum myndum og fögnuður skáldsins levn- ir sér ekki: „fæðist sól eftir óráð myrkurs“. Vatn, sól og gróður taka við af auðn og eyði- leika sandsins. Stíll og orðfæri höfundar eiga svo stóran hlut í heildaráhrifum þessa ljóðs, að ástæða er til að athuga það rækilega. „Með svefnpoka 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.