Mímir - 01.03.1983, Side 63

Mímir - 01.03.1983, Side 63
 ir Ijóð Sigurðar. Þá má einnig nefna atkvæða- áherslur og jafna línulengd, auk erindaskipt- ingar. Myndmál ljóðanna er einfalt og auð- skilið, enda samanstendur það að mestu af beinum myndum. Þessu fylgir sá kostur að ljóðin ættu að eiga greiðari aðgang að skiln- ingarvitund lesenda. Einnig bregður fyrir hnitmiðuðum líkingum og snjöllum mynd- hverfingum. Það má hugsa sér að aukinn þátt- ur myndhverfinga sé ein orsök fyrrgreindrar þróunar í átt til aukinnar torræðni. Eins og áður heíur fram komið voru strax í Ljóð vega salt framkomin helstu stílein- kenni Sigurðar Pálssonar. Hann er gaman- samur, ljóð hans leiftrandi af húmor. Þetta er samstíga mikilli mælsku sem oft á tíðum vill verða nokkuð yfirdrifin en dregur að mínu mati aldrei úr gildi ljóðanna. Meira bar á þessu í fyrri bókinni og svo virðist sem skáld- ið hafi haldið aftur af sér, látið renna af sér á þessum fimm árum sem líða milli bókanna, og agað stíl sinn. Þá er það einkenní Sigurðar að nýta sér hvert orð til fullnustu. Hann beit- ir oft og einatt endurtekningum og mjög oft bregður hann á leik með tvíræðni orðanna. Gefur þetta ljóðum hans aukið gildi, þau verða bæði skemmtilegri og meiri skáldskap- ur fyrir bragðið. Hvert einasta orð skiptir máli í ljóðum Sigurðar Pálssonar. í Ljóð vega menn hefur hann greinilega lagt meiri rækt við þetta, agað stíl sinn og vandað. Hér hefur verið reynt að draga fram í ör- stuttu máli helstu niðurstöður þessara athug- ana, en að sjálfsögðu er vísað í greinina alla varðandi heildarniðurstöður. HEIMILDASKRÁ: 1. Sigurður Pálsson: Ljóð vega salt. Heimskringla 1975. 2. Sigurður Pálsson: Ljóð vega menn. Mál og menning 1980. 3- Samtöl við Vilhjálm Sigurjónsson á kaffistofu Árnagarðs og víðar. 61

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.