Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 65

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 65
uðust afburða vel og voru fjölsóttari en nokkru sinni. Um jólin talaði Helga Kress um bróklinda Falgeirs við mikla kátínu á- heyrenda og um vorið ræddi Kristján Eldjárn um vofu Appollóníu Schwartskopf, sem ver- ið hefur á sveimi um Bessastaði í langan tíma og hrellt heimamenn þar. Pótti þetta m.a. markvert framlag til rannsókna á kvenna- draugasögu og var gerður góður rómur að máli Kristjáns. Fljótlega náði þó annar andi tökum á samkomugestum og reyndist hann Appollóníu yfirsterkari. Hefðbundnir rannsóknarleiðangrar voru farnir bæði vor og haust. I vorblíðunni var ekið um sveitir Árnessýslu undir leiðsögn Vésteins Ólasonar og Höskuldar Þráinssonar. Skálholtskirkja, Þjóðveldisbærinn, Búrfells- virkjun og fleiri stórvirki voru augum barin. Gaukshöfði var klifinn og skálað fyrir Gauki Trandilssyni og mörgum fleirum. Haustið eftir var lagt í samskonar leiðangur og þá á söguslóðir Laxdælu. Leiðsögumenn voru þau Helga Kress og Böðvar Guðmundsson. Höskuldsstaðir, Hjarðarholt og Hvammur stóðu enn í blóma en Melkorkustaðir voru rústir einar. Dalabændur voru mishrifnir af gestkomendum. Bóndi á Hvammi hafði óskiljanlegar særingar yfir mönnum og mein- aði þeim að drepa fæti inn fyrir kirkjugarðs- hliðið. I Skarði var hópnum tekið opnum örmum og búmaður þar lék ýmsar kúnstir í hálfhruninni kirkju sinni. Dalareisa þessi var löng og ærið markverð. Hún hófst í morgun- sól og endaði á náttmyrkri. Eftir er að minnast þorrablótsins sem fram fór í Hveradölum um miðjan febrúarmánuð þegar mestir snjóar voru. Heiðursgesturinn, Stefán Karlsson, sagði skemmtilegar sögur af skrítnum fílólógum. Dans var stiginn í takt við veðurhljóðin sem ágerðust eftir því sem á leið kvöldið. Engu munaði að blóts- rnenn fennti inni, svo illa lét hríðin — barði og skók skálann. Menn voru því farnir a?* sjá fram á áframhald næstu daga að hætti fornmanna. En veðurguðir skiptu skapi og milduðust svo hópurinn komst til baka sömu nótt eftir mikinn gleðileik. Þá eru upp taldir markverðustu atburðir síðasta starfsárs sem var sannarlega viðburða- ríkt og lifandi. Mímir lifði í vellystingum og framkvæmdargleðin setti mark sitt á allt hátt- arlag hans á þeim vetri sem kenndur er við Varða og hér hefur verið í annál færður. Halla Kjartansdóttir, ritari. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.