Fréttablaðið - 28.10.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 28.10.2017, Síða 10
10 FRÉTTIR ■ FRÉTTABLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2017 LAUCARDAGUR Eitt fordæmi fyrir fjögurra flokka stjóm Fjórum sinnum í sögunni hafa minnihlutastjórnir verið myndaðar. Þær hafa aldrei setió heilt kjörtímabil. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir vinnubrögð þuríá að breytast verulega til að myndun minnihlutastjórnar gæti gengið upp. Fjögurra flokka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lét af störfum 1991. í henni sátu frá vinstri Július Sólnes, Guð- mundur Bjarnason, Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og Óli Þ. Guðbjartsson. fréttablaðið/gva stjórnmál Eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að mynduð hafi verið fjögurra flokka ríkisstjórn. Það var þegar Borgaraflokkurinn gekk til liðs við Framsóknarflokkinn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokk- inn áriðl989. Ríkisstjórnin satfram að alþingiskosningum 1991. Miðað við niðurstöður skoðanakannana verður ómögulegt að mynda meiri- hlutastjórn nema með þátttöku þriggja til fjögurra flokka. Nokkur dæmi eru um þriggja flokka stjórnir. „Það hafa yfirleitt verið vinstri stjórnir," segir Gunn- ar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Fyrsta slíka stjórnin var mynduð árið 1947 og sat í tvö ár. Sú stjórn var kölluð Stefanía og var mynduð af Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Alþýðubanda- lagi. Næsta stjórn var vinstri stjórn frá 1956 til 1958 sem var mynduð af Framsóknarflokknum, Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokknum. Árið 1971 til 1974satstjórnSam- taka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins og svo sat vinstri- stjórn Aiþýðubandalagsins, Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1978 til 1979. Árið 1987 var mynduð þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáverandi formanns Sjálfstæðis- flokksins, með Framsóknarflokki og Aiþýðuflokki. Stjórnin sprakk í beinni útsendingu á Stöð 2 rúmu ári seinna og þá var mynduð vinstri- stjórn sem var undanfari fjögurra flokka stjórnarinnar. „Síðan erum við bara með tveggja flokka stjórnir eftir það þangað til í fyrra,“ segir Gunnar Helgi. Þá hafa nokkrar minnihluta- stjórnir verið myndaðar. Árið 1949 myndaði Ólafur Thors minnihluta- stjórn sem starfaði til 1950. „Það er eina tilraunin til þess að fá minni- hlutastjórn til að virka sem eitthvað annað en bráðabirgðastjórn," segir Gunnar Helgi. Árið 1958 sat Alþýðuflokkurinn í minnihlutastjórn í skjóli Sjálfstæðis- flokksins til að koma á breytingum á kjördæmaskipan.Árin 1979 til 1980 var Alþýðuflokkurinn í minnihluta- stjórn þangað til kosningar voru haldnar. Þá var minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG mynduð 1. febrúar 2009. Hún naut hlutleysis Framsóknarflokksins. „Þannig að það er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum. Ef landslagið Samstarf margra flokka í borgarstjórn Þrátt fyrir að einungis eitt for- dæmi sé fyrir fjögurra flokka meirihluta á Alþingi eru nokkur fordæmi fyrir þvi í sveitastjórn- um. Nærtækast er að nefna núverandi meirihluta í Reykjavík, sem er myndaðuraf fjórum flokkum. Þá var kosningabanda- lagR-listans upphaflega myndað af fimm stjórnmálahreyf- ingum, það er Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi, Framsóknar- flokknum, Kvennalistanum og Nýjum vettvangi. ætti að breytast myndi það kalla á töluvert breytt vinnubrögð," segir Gunnar Helgi. Á fullveldistímanum hefur ein- ungis ein utanþingsstjórn verið starf- andi. Gunnar Helgi segir aö það megi læra mjög margt af þeirri stjórn. „Það var stjórn sem var mynduð af ríkis- stjóra sem þá var og hafði ekki þing- meirihluta. Hún réði bókstaflega ekkert við þingið og var í m jög veikri stöðu. Menn hafa ályktað út frá því að minnihlutastjórnir myndu ekki eiga glaða daga á íslandi og myndi ganga illa að koma hlutum í gegnum þingið. En maður veit aldrei." jonhakon@frettabladid.is Eimskip rekur Herjólf í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR p. friðriksson Feröum Herjólfs veröi fjölgaö SAMGÓNGUR Jón Gunnarsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, stefna á að undir- rita samning þann 1. desember næst- komandi um að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing þar sem helstu markmið samningsins koma fram. Meðal annars að skipið verði nýtt til siglinga iengur hvern sólarhring en nú er og fari allt að átta ferðir. Einnig að núverandi Herjólfur verði nýttur sem varaskip til ferjusiglinga í land- inu eftir að nýr Herjólfur er kominn til landsins. Þá er gerð krafa um að rekstrarhagræðis verði gætt til hins ítrasta. - jhh Kaupa hús á 256 milljónir HAFNARFJÖRDUR Benedikt Jóhannes- son, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur undirritað kaupsamning fýrir hönd ríkisins við Hafnarfjarðarbæ um Suðurgötu 14 í Hafnarfirði, þar sem ríkisskattstjóri var áður með starfsemi. Um er að ræða tæplega 1300 fer- metra húseign og hyggst Hafnar- fjarðarbær nýta húsnæðið fyrir vinnustað og þjónustu fyrir fatlað fólk, auk annarrar starfsemi sem rúmast getur í húsinu. Kaupverð eignarinnar er 256 milljónir ogverðurhúsnæðið afhent 1. nóvember.-jhh MiÐFLOKKURlNN KOSNINGAKAFFI Verið velkomin í kosningakaffi Miðflokksins á höfuðborgarsvæðinu, Fáksheimilinu í Víðidal kl. 10-17 í dag. Islensk! hesturinn verður á svæðinu og börn geta farið frítt á bak. KOSN i NGAVAKA Allir velkomnir á kosningavöku Miðflokksins á lcelandair Hotel Reykjavík Natura frá kl. 20:30. KOSNINGASKRIFSTOFUR Reykj avík Fáksheimilinu I Víðidal, JL-húsinu oe Hafnarstræti 19, kl. 10-17. Suðvesturkjördæmi Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, kl. 10-18. Suðurkjördæmi Eyravegi 15, Selfossi, kl. 10-18. Kosningavaka frá kl. 20. Hafnargötu 60, Reykjanesbæ, kl. 10-18. Kosningavaka frá kl 20. Brúin Grindavík, kl. 12-18. Norðausturkjördæmi Tryggvabraut 24, Akureyri, frá kl. 10. Tjarnarbraut 21, Egilsstöðum, frá kl. 10. Norðvesturkjördæmi Stillholti 23, Akranesi, kl. 12-22. HHBhH1 AKSTUR A KJORDAG Miðflokkurinn býður upp á akstur á kjörstaðr Höfuðborgarsvæðið - s: 664 0950 Suðurkjördæmi Reykjanesbær - s: 837 7500 Selfoss - s: 662 5599 Norðausturkjördæmi Akureyri - s: 837 6500 Egilsstaðir - s: 868 3300 Norðvesturkjördæmi Akranes - s: 892 2879 xPm MIÐFLOKKURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.