Fréttablaðið - 28.10.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 28.10.2017, Síða 18
28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR Elcki sjálfgefið Hördiir Ægisson hordur@frettabladid.is Hver svo sem úrslit kosn- inganna verða er þaö á ábyrgð þeirra sem taka við aó glutra ekki niður þeirri einstöku stööu sem ísiand stendur frammi fyrir. að íylgir því ábyrgð að sækjast eftir völdum. Hluti af því er að boða ekki bólgin kosningaloforð nema fyrir liggi skýr og trúverðug áætlun um hvernig eigi að efna þau. Á þetta hefur noldoið skort í þeirri ÆL furðulegu kosningabaráttu sem landsmenn hafa orðið vitni að undanfarnar vikur. Ein alvarlegasta afleiðing þessa endurspeglast án efa í viðvarandi vantrausti almenn- ings í garð stjómmálastéttarinnar. Sumir flokkar boða kúvendingu á þeirri stefnu sem hefúr átt sinn þátt í þvi að tryggja efnahagsstöðugleika og um leið fordæmalausa kaupmáttaraukningu ráðstöfunartekna á allra síðustu árum. Hafa þeir talað skýrt fyrir tugmilljarða árlegri aukningu ríldsútgjalda sem myndi örva hagkerfið á toppi hagsveiflunnar og að loltum framkalla harða lendingu innan fáeinna ára. Ó1 jósara hefúr hins vegar verið hvemig eigi að fjármagna þau glórulausu kosningaloforð nema þá aðeins að ekki standi til að hækka skatta á almenning. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Það mun hrökkva skammt að ætla að sækja slíka fjármuni með hærri veiði- gjöldum og sérstakri skattlagningu á ríkasta hóp sam- félagsins. Við blasir, meini flokkarnir eitthvað með því sem þeir segja, að þeir verða aðeins sóttir með umtalsverðum skattahækkunum á millistéttina en skattheimta á íslandi er nú þegar ein sú mesta meðal þróaðri ríkja. Því miður er sú skoðun ríkjandi hjá flestum stjómmálaflold<um að eina svarið við kröfum ýmissa hópa í samfélaginu sé að hækka skatta og auka ríkisútgjöld. Reynslan sýnir hins vegar að slíkar leiðir hafa ekki reynst farsælar til að auka verðmæta- sköpun og þar með bæta lífskjör almennings. Það hafa orðið umskipti á íslenska hagkerfinu á aðeins örfáum árum og hefur staða þjóðarbúsins aldrei verið sterkari en um þessar mundir. Freistnivandi stjórnmála- manna, eins og kosningabaráttan hefur leitt í Ijós, er iðu- lega mikill við slíkar efnahagsaðstæður. Þróun efnahags- mála frá því að haftaáætlun stjórnvalda var opinberuð fýrir tveimur árum hefur verið með ólíkindum. Lánshæfismat íslands er komið í A-flokk, erlenda staðan hefur ekki verið betri frá því að mælingar hófust, vextir hafa lækkað og þá höfum við orðið vitni að áður óþekktum áhuga erlendra fjárfestingasjóða og fýrirtækja á því að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Þegar litið er á helstu efnahagslegu mælikvarða þá er ísland á pari við mörg stöndugustu ríki Evrópu. Núverandi hagvaxtarskeið verður líklega hið lengsta í lýð- veldissögunni. Framhaldið er þó ekki sjálfgefið. Með skynsamlegri stefnumótun og hagstjórn hins opinbera er útlit fyrir mjúka lendingu. Stærsta áskorun þeirrar ríkisstjórnar sem mun taka við eftir kosningar verður þvi að festa í sessi efna- hagsstöðugleika síðustu ára og þannig skapa forsendur fyrr enn frekari lækkun vaxta. Eigi það að takast þarf að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi. Verði hins vegar lagt upp í þá vegferð að stórauka ríkisútgjöld á komandi árum er hætt við því að það tækifæri renni okkur úr greipum og þess í stað taki við kunnuglegt stef úr íslenskri hagsögu. Verðbólga eykst með til- heyrandi hækkun verðtryggðra lána, gengi krónunnar fellur og vextir hækka. Hver svo sem úrslit kosninganna verða er það á ábyrgö þeirra sem taka við að glutra ekki niður þeirri einstöku stöðu sem ísland stendur ffammi fyrir. Gnnnar Mín skoöun Gudmundur Steingrímsson Leiöbeiningar til kjósenda Nú hef ég töluverða reynslu af svona stjórn- máladóti. Ég hef verið í næstum því öllum floldoim. Mér finnst ég því vera einstaklega vel til þess fallinn að birta yfirgripsmiklar leiðbein- ingar til kjósenda á kjördag. Auk þess á ég afmæli í dag. Ég má því setja mig á háan hest og þykjast vita allt. Hér koma því nokkrir tölusettir liðir, vandlega ígrundaðir. Klippið út oggeymið. Eitt til fimm - Á kjörstað Hegðun og framkoma á kjörstað er eilíft álitamál. Ég hef á þessu eindregnar skoðanir. 1 Ekki vera í sparifötum, en verið samt töff. Gott er að hafa sólgleraugu, því sólgleraugu gefa til kynna að ykkur sé hæfilega sama. Þau leyna líka tilfmninga- uppnámi gerist þess þörf. 2. Takið börnin með, ef þau eru fyrir hendi. Mútið þeim með sælgæti. Þetta er mjög mikilvægt. Þetta sýnir að þið hangið ekki í spjaldtölvu alla daga heldur eruð þið lýðræðislega meðvituð. 3. Ekki mæta fýrst á kjörstað. Það sýnir furðulega mikinn áhuga. Verið þá alla vega reiðubúin með afsökun. „Ég er að fara á rjúpu,“ gæti dugað eða „ég ákvað að koma beint af djamminu". Hvort tveggja er mjög töff. 4. Efþið sjáið frambjóðendur á kjörstað þá haldið lcúlinu. Þið viljið ekki vera fólkið sem missir sig og hrópar „blessaður meistari!". Þið eruð bara að sinna ykkar lýðræðislegu skyldu. Allir rólegir. 5. Ekki vera of stutt inni í kjörklefanum en samt ekki of lengi heldur. Tíu til flmmtán sekúndur er passlegt. Ekki vera manneskjan sem fær valkvíða í klefanum, byrjar að gúgla heimasíður flokkanna í símanum, brýtur blýið í stresskasti, stígur á sól- gleraugun, rennur undan tjaldinu og þarf að fara á slysavarðstofuna. Ekki töff. Sex til níu - Ákvörðunin Enginn veit auðvitað hvað er best að kjósa, þannig að hér koma nokkrar leiðbeiningar um það. ó.Ekki segja „þetta eru allt vitleysingar!" Það er glatað. Sumir frambjóðendur eru vitleysingar, aðrir ekki. Það er geðveikislega þroskað, og þar með töff, að vera búin/n að átta sig á þessu. Ekki kjósa þann sem lofar að gefa þér pening. Sá peningur kemur pottþétt á endanum frá ykkur sjálfum. (Nema auðvitað ef gaurinn er tilbúinn með peninginn núna strax, á kjörstað eða í nágrenni hans, þá kannski horfir það öðruvísi við, sérstaklega ef um verulega summu er að ræða. Frábært ef hann er til í að gefa börn- unum líka. Vertu með sólgleraugun. Ogbiddu um að fá þetta í evrum eða dollurum.) 8 Ekki segja að þú skiljir ekkert í þessu. Kjóstu heldur þann flokk sem þú treystir best til að leiða öll þessu óskiljanlegu deilumál til lykta í sem mestri sátt og samlyndi. 9 Ekki lenda í rifrildi í lcvöld við einhvern sem kaus eitthvað annað en þú. Þú vilt ekki vera týpan sem er rauð í framan inni í eldhúsi að eyðileggja partí. Talaðu frekar aldrei við manneskjuna aftur, eða - sem er betra - stofnaðu gervipersónu á Facebook og settu „leið/ur“ við allar færslur hennar í a.m.k. ár. Lokaorð Ef þetta endar allt saman illa og upp úr kjörkössunum koma ráðamenn sem eru gjörsamlega ónýtir, hugsa aldrei um hag almennings, gera ekkert annað en að ljúga og svíkja alla daga og eru endalaust að rífast, þá er sú niðurstaða auðvitað ekki ykkur að kenna. Sérstak- lega ef þið mættuð ekki einu sinni á kjörstað. Það sér hver heilvita maður. Eða ekki. Lifi lýðræðið og til hamingju með daginn kæra krúttlega rúsínurassa rifrildisþjóð. Munið að kjósa. Það kýs enginn betur en þið. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: IngibjörgStefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDIOG AÐALRITSTJÓRI: Kristin Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is I M 1: ý t AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is. Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út i90.000 eintökum ogerdreift ókeypis á heimili *S*™™*®*****®®*Ö*S*ll á höfuðborgarsvæðinu ogAkureyri. Einnigerhægtaðfá blaðiðlvöldum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétttil að birtaalltefni blaðsinslstafrænuformi ogigagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐSkaftahlid24,105 Reykjavík Siml: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdótt\rgudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.ls FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabiadid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.