Fréttablaðið - 28.10.2017, Síða 34

Fréttablaðið - 28.10.2017, Síða 34
34 HELGIN • FRÉTTABLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR Magnús Guömundsson magnus@frettabladid.is X. ins og meö allar mínar skáldsögur, mín fyrsta kom 1996, þá er þetta tæplega tveggja ára með- ganga, en ég kláraði þessa í miklu blússi í París í vor. Ég skrifa yfirleitt á hverjum degi, og hingaö til hefur flest gengiö upp í þeim skilningi aö bælturnar klárast, eru tilbúnar eftir þennan tíma, tæp tvö ár. Þetta er samt alltaf helvítis barátta upp á líf og dauða hvern einasta dag. En ég hafði aldrei áöur fariö í svona langan tíma í burtu til þess að skrifa, var í París í tvo mán- uöi, en valdi tímasetninguna út frá mínum rytma. Það varð líka raunin aö ég var á lokasprettinum og þaö var mjög gott að geta unnið svona sleitulaust. Þessi rytmi, skáldsaga annaö hvert ár, hefur gengið upp hjá mérffábyrjun,áriö 1996, en fyrreða síöar mun hann riölast og þá verður lífiö enn erfiöara en þaö er. Miklu verra," segir Jón og brosir sposlcur. „En ég vil vera búinn meö þetta þegar þetta kemur inn í sumariö," segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur um nýjustu slráldsögu sína, Saga Ástu. Byrjaði þrisvar Saga Ástu ber undirtitilinn Hvert fer maður ef þaö er engin leiö út úr heiminum? Persónurnar eru á ein- hvern óræðan hátt kunnuglegar og í senn djúpar þannig að lesandinn fær þaö á tilfinninguna aö Jón Kal- man sé búinn aö bera þær innra með sér um langa tíö. En skyldi það vera raunin? Hvaöan lcemur þetta fóllc? „Þaö er nú bæði já og nei. Reyndar held ég að persónurnar hjá mér séu oft sambland af skáldslcap og síðan einhverjum sem maður hefur þelclct, eöa heyrt af, lesið um. Ég byrja með einhverja hugmynd að sögu, aö per- sónum, atvilcum, en þær hugmyndir eru mjög fljótar aö breytast, ger- breytast, talca óvænta vendingu, vegna þess aö aflið í skáldskapnum telcur yfir. Þær persónur sem maður hefur veriö meö í huga breytast þannig og fjarlægjast fyrirmyndir sínar verulega, ef einhverjar hafa verið. Þaö var óvenjulegt meö þessa bólc aö ég þurfti aö byrja þrisvar á henni. Var búinn að slcrifa vel hundrað síður þegar ég áttaöi mig á því að þaö voru einhverjar gangtruflanir. Ég byrjaði aftur, skrifaöi aðrar hundrað síöur, en allt fór á sama veg. Það voru ekki mjög glaðar stundir. Ég var ósáttur viö sjálfan mig, húöskammaði mig, fannst allt ónýtt, en áttaöi mig loks á því aö ég var að flaska á grundvallar- atriöinu, nefnilega frásagnaraöferö- inni. Eftir aö ég var kominn niður á hana þá fór þetta aö ganga betur." Skáldskapur er veruleiki Jón Kalman bendir á aö eflaust sjái þeir sem þekkja hans fyrri bækur skyldleika við Snarkið í stjömunum og Ýmislegt um risafurur og tímann sem komu út fyrir löngu, eins og hann oröar þaö. „Þaö er að segja með þessari sögu um móöur sem gengur út úr lífi tveggja ungra barna, yfirgef- ur þau og hverfur. Þaö er álcveðinn útgangspunktur og grunnur að öllu í Sögu Ástu. Amma mín geröi þetta," segir Jón og staldrar viö hugsi. „Gekk út, yfir- gaf eiginmann og dætur sínar tvær, kornabörn. Þetta er auðvitað svo sérstakt, óskiljanlegt, einkennilegt og skakkt að þaö er ekki annað hægt en aö hugsa um þaö. Fyrir fólkið í kringum viðkomandi manneskju líkist svona gjörningur kjarnorku- sprengju sem gereyðir tilverunni, og síöan dreifist geislavirknin eins og eitur í gegnum líf þeirra. Ég var barn þegar ég fyrst heyrði af þessu og þetta hefur alltaf fylgt mér. Fyrst dæmdi maður hana, því það er svo auðvelt. Hún var selc, hún var glæpa- maöurinn. En svo fór mann hægt og bítandi að gruna flólcnari ástæöur, fór aö sjá ógæfuna, harminn, örvænt- inguna, því fólk gerir svona lagað ekki bara sér til dundurs. Mig bæöi langaöi til þess og ég þurfti aö fara inn í þetta aftur og skoöa það betur. Jón Kalman Stefánsson hefurtakmarkaðan áhuga á að þvi að segja frá sínu lífi í skáldskap. fréttablaðið/stefán Þess vegna enda allir listamenn í helvíti Saga Ástu er nýjasta skáldsaga Jóns Kaimans Stefánssonar sem segir að þó svo skáldskapurinn þurfi alltaf á veruleikanum að halda, þá komist veruleikinn einfaldlega ekki af án skáldskapar. Ég nota mér sem viðspymu Huldu Markan, ömmu mína, og langafa minn, Einar Markan söngvara sem fór til Þýskalands og Noregs aö nema söng og tók svo upp plötu í Noregi. Ákaflega sjarmerandi maöur og meö einstaklega fallega rödd, framtíð og frami blasti viö, en síðan geröist eitthvaö og hann hættir nánast aö syngja. Og það var einmitt þetta „eitthvaö" sem sótti á mig. Slcáld- skapurinn og óvissan býr í þessu orði, eitthvað. Og hún Ásta, já, hún er aö einhverju leyti skyld móöur- systur minni, Jóhönnu Þráinsdóttur þýöanda, sem skipti mig svo miklu máli og ég sakna svo sárt. Ég nýti vissa ytri þætti úr lífi hennar. Til aö mynda kynni hennar og vináttu viö Ara Jósefsson skáld. Þaö er ákveð- inn grunnur í sögunni, en þetta er samt ekki saga þeirra, alls elcki, það væri hrein fölsun, gott ef ekki glæp- samleg einfeldni aö halda því fram. Saga Ástu er skáldskapur. En skáld- skapurinn byggir alltaf á veruleik- anum, kemst ekki af án hans. Alveg eins og veruleikinn kemst eklci af án slcáldskapar. Nei, veruleikinn myndi einfaldlega veslast upp, veröa eyöi- mörk, lífvana pláneta, heföi hann elclci slcáldslcapinn. Þegar ég byrja aö skrifa þá tekur skáldskapurinn alltaf yfir, telcur eiginlega völdin af mér. Og dreklcir rölchugsuninni eins og blindum lcett- lingi. En fólk er alltaf aö leita aö fyrir- myndum í skáldskapnum, viö gerum þaö ósjállfátt, en yfirleitt drögum viö lcolrangar ályktanir. Þetta er eins og meö stjörnuspár þar sem kannski 5% ríma viö þig en þú grípur þaö og segir - fjandinn maöur, þetta passar algjörlega við mig. Fólk vill aö skáld- sagan sé lífið, aö þaö sé verið aö lýsa því sem hefur gerst. En góöur skáldskapur er veruleiki í sjálfú sér. Hann getur öllu heldur breytt veru- leikanum, stækkað hann, gert ríkari. Veruleiki og list, er þaö ekki sami hluturinn? Sálumessa Mozarts er jafn mikill veruleiki og vatniö sem við dreklcum. Andinn visnar án Moz- arts, líkaminn skrælnar án vatnsins. Nema; saga Ástu er ekki um ömmu mína eöa mína fjölslcyldu, heldur um það hvaö veröur til þess aö þú sprengirlífþitt svona algjörlega upp og af hverju er svona erfitt að vera til. Af hverju er svona erfitt aö lifa? Manneskjan er risafura Eftir því sem árin hlaðast á mig þá ** AMMA MÍN GERÐIÞETTA. GEKK ÚT, YFIRGAF EIGINMANN OG DÆTUR SÍNAR TVÆR, KORNA- BÖRN. ÞETTAERAUÐ- VITAÐ SVO SÉRSTAKT, ÓSKILJANLEGT, EINKENNI- LEGT OG SKAKKT AÐ ÞAÐ ER EKKIANNAÐ HÆGT EN AÐ HUGSA UM ÞAÐ. leitar alltaf sífellt meira á mig hversu erfitt þaö er aö vera manneskja. Og þá sumpart vegna þess aö við gerum svo mildar lcröfur til olclcar, samfélag- ið, fjölslcyldan og trúarbrögðin, um aö þú eigir aö vera svona og svona. Sem manneslcja, sem einstaklingur. Svo rennur þú inn í álcveöinn farveg, inn á álcveöinn bás, og þá er helst ætlast til þess að þú sért þar. Þaö er eins og viö göngum út frá því að eftir aö manneslcjan hafi náö álcveðnum aldri, ákveönum þroslca, þá sé hún lcomin á sinn stað. En manneslcjan er síbreytileg, og tilfmningar hennar nema aldrei staöar. Viö gleymum því aö við erum bara tilfinningar. Við erum undir stöðugu áreiti í samtíma okkar. Þaö er síminn, tölvupósturinn, Twitter, Faceboolc, Instagram ... Fyrir hundrað árum, hvað þá tvö eða þrjú hundruð, var hringurinn af því fólki sem þú lcynntist milclu þrengri. Nú er hann orðinn svo miklu stærri og marg- brotnari og í þeim skilningi má segja það sé erfiðara að vera til í dag en hér fyrrum." En er hætta á að þessi stóri hringur leiði til þess að öll samskipti verði grynnri fyrir vilcið þar sem þú átt þúsund vini á Facebook? „Það er ákveðin hætta á að þú týnir þér þar og hættir að greina á milli lcunningja og vina. Þar á milli er úthaf. Öll þessi tækni, sem á undra- skömmum tíma erorðin sjálfsagður hluti af hversdegi olclcar, kom svo hratt inn í líf okkar að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvaða áhrif það á eftir að hafa á tilvist okkar, tilfinningar, viðmið, sýn á heiminn. Manneskjan breytist jafn hægt og risafura sem tekur þúsund ár að vaxa. Það tekur minnst þúsund ár fyrir kerfið innra með okkur að breytast að ráði, en nú hefur sam- félagið og umhverfið gerbreyst á fimmtán árum. Það hlýtur að hafa einhver áhrif." Mikilvægara að skrifa um heiminn Nú eru engin þúsund ár síðan amma þín gekk frá sínum börnum? Hefur þú aldrei óttast að bera þetta í þér? „Nei, alls elclci. Ég tengdi þetta elclci þannig við mig enda kynntist ég henni aldrei. Þó maður sé alltaf að slcrifa um sjálfan sig þá er ég aldrei að skrifa um mig. Það er að segja... ég hef ósjaldan notað eitthvað úr mínu lífi sem einhvers konar ytri grind í bókum mínum, einhverja atburði, minningar eða eitthvað slíkt. En það er þá bara grind sem ég síðan hleð skáldskapnum utan á. Það er svo mikið afl í skáldskapnum, hann er svo miklu stærri en ég, víðfeðm- ari en líf mitt, býr yfir svo miklum möguleikum, ótal salarkynnum, að hann telcur yfir um leið og ég byrja að slcrifa. Ég er mjög ánægður með það. Hef takmarkaðan áhuga á því að segja frá mínu lífi í slcáldskap. En það er auðvitað svo að ef maður gefur allt sitt í það sem maður gerir þá þvælist eitthvað með. Það lekur yfir en það er aulcaatriði. Ég held og ég vona að það séu mörg stef í þessari bólc. Eitt af þeim er hin eilífa og lcnýjandi spurning um skyldu þina sem listamaður? ^

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.