Fréttablaðið - 28.10.2017, Page 56
28. OKTÓBER 2017 LAUGARDAGUR
Q
5
1
4
*UJ
s
MENNING
Ánægð að það skuli vera þessi
gróska í hönnun í Hafnarfirði
m helgina veröa opnaö-
ar tvær hönnunarsýningar
en þær eiga rætur aö rekja
til ólíkra heimshluta. í aöalsalnum
verður opnuö sýningin Japönsk
nútímahönnun 100, farandsýning
með áherslu á hönnun nytjahluta
**frá 2010 til 2017 en í Sverrissal
sýningin Með augum Minksins -
hönnun, ferli, framleiðsla. Minluir-
inn er ferðavagn, íslensk hönnun og
framleiðsla.
Ágústa Kristófersdóttir, for-
stöðumaður Hafnarborgar, segir að
síðustu ár hafí að minnsta kosti ein
sýning á ári í Hafnarborg verið helg-
uð hönnun. „Á síðasta ári vorum við
t.d. með sýningu á keramikhönnun.
Síðan höfum við líka verið að horfa
á borgarskipulag og þá sérstaklega
umhverfishönnun í Hafnarfírði."
Ágústa segir að sýningarnar eigi
það sameiginlegt að hér er á ferð-
inni iðnhönnun. En hvernig skyldi
standa á því að þessi japanska
ýýning er komin til Hafnarfjarðar?
„Þetta er sýning sem var fyrst sett
saman íyrir þrettán árum af Japan
Foundation og endurnýjuð 2014
og er á ferð um heiminn. Þetta
er mjög falleg sýning, hönnuð af
japanskri arkitelttastofu og kemur
alveg tilbúin til okkar." En er mikill
munur á japanskri hönnun og til að
mynda vestrænni? „Nei, í sjálfu sér
ekki. Japanir voru náttúrulega mjög
leiðandi um miðja tuttugustu öldina
í allri hönnun, hátækni og fram-
leiðslu. Síðan eru mjög sterk og skýr
tengsl á milli Japans og Skandinavíu
og eins Japans og módernismans
sem er áhugavert fyrir okkur að
skoða.“
^> Ágústa segir að það sé líka mjög
spennandi að skoða sýninguna
í Sverrissal en hún sé ekki bara
íslensk heldur úr Hafnarfirðinum.
„Þegar við vorum búin að setja
þessa japönsku sýningu á dagskrá
Ágústa Kristófersdóttir segir að það
séu skyldleikar á milli japanskrar og
skandinavískrar hönnunar.
MYND/MARGRÉT SEEMA TAKYAR
fórum við að leita að íslenskri iðn-
hönnun. Þá vörum við svo heppin
að í íshúsinu í Hafnarfirði eru aðilar
sem hafa verið að vinna að hönnun
Minksins, þessa skemmtilega ferða-
vagns, um noklturra ára skeið. Mink-
urinn er kominn í prufueintaki og
var á ferð um landið í sumar. Nú er
hann kominn upp á pall í Hafnar-
borg og við höfum með honum allar
upplýsingar um þetta langa ferli
sem liggur að baki. Þetta ferli sem
er líka að baki hverjum einasta grip
á japönsku sýningunni sem felur í
sér samvinnu margra aðila, enda-
laust samtal og drifkraftinn sem
þarf til þess að hrinda hugmynd
í framkvæmd. Gera hugmynd að
veruleika, verða að grip sem er verið
að fjöldaframleiða. Við erum gríðar-
lega ánægð með að það skuli vera
gróska sem þessi í Hafnarfirði. Það
er frábært." magnus@frettabladid.is
ALÞJÓÐADAGUR
PSORIASIS
Alþjóðadagur Psoriasis verður haldinn hátíðlega þann
31. október. í tilefni af deginum boðar Spoex til fyrirlestrarraðar
og vörukynninga tengdum sjúkdómnum psoriasis.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna að fagna með okkur
alþjóðadegi psoriasis í salnum Gullteig á Grand hótei
Reykjavík, Sigtúni 38,105 Reykjavík, milli kl 17:00-19:00.
Þátttaka er ókeypis.
Dagskrá
Baldur Tumí dr. rned i húð- og
kynsjúkdómum fjallar um þróun
líftæknilyfja vid bólgusjúk-
dómum í húð.
Soha Birgitta Kraritz
^álfræðingur fjallar um
hvornig þaó er aó lifa með
langvinnum sjúkdórnum og
áhríf þess á iífsgæói sjúkiínga.
Hertha Richardt kynja-
fraaðjngur fjallar um útlits-
rriytur og útlitsnorm þegar
kemur að húðsjúkdómurn og
hvernig viðhorf tii húósjúk-
dóma speglar samfélagsgerð
og staðalimyndir, Hertha er
sjálf rheö psoriasis sjúkdórn-
inn og skoðar birtingamynd
hans bæði frá fræðilegu og
persónulegu sjónarhornj.
Særingarmáttur
sannleikans og haugalyganna
Úr leiksýningunni Gud blessi ísland i Borgarleikhúsinu. mynd gri'mur bjarnason
LEIKHÚS
Gud blessi ísland
★ ★★★★
eftir Mikael Torfason og Þorleif
Örn Arnarsson
Borgarleikhúsið
Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson
Leikarar: Aðalheiður Halldórs-
dóttir, Arnmundur Ernst Backman,
Brynhildur Guðjónsdóttir, Halldóra
Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason,
Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann
Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir,
Maríanna Clara Lúthersdóttir og
Örn Árnason
Leikmynd: llmur Stefánsdóttir
Búningar: Sunneva Ása
Weisshappel
Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson
Danshöfundur: Aðalheiður Hall-
dórsdóttir
Tónlist: Katrin Hahner
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
Leikgervi: Sunneva Ása Weiss-
happel og Elín S. Gísladóttir
Myndband: Elmar Þórarinsson
Haustiö 2008 varö hrun. Fjárhags-
legar hamfarirnar skullu á landinu,
ekki bara í öldum heldur skjálfta-
flóöbylgjum. Líkt og með gróöur-
húsaáhrifin þá var hrunið ekki
orsakaö af hærra máttarvaldi heldur
var gjörningurinn í boöi gráðuga
mannfólksins með dyggum stuðn-
ingi ríkisstjórnarinnar. Guö blessi
ísland í leikstjórn Þorleifs Arnar
Arnarssonar var frumsýnt á stóra
sviöi Borgarleikhússins síöastliðinn
föstudag, rétt rúmri viku áður en
þjóöin gengur enn og aftur til kosn-
inga. Tímasetningin er lyginni líkust
og leiksýninguna veröur aö sjá til aö
trúa.
Rannsóknarskýrsla Alþingis
um hruniö sem sýningin byggir á
spannar rúmlega tvö þúsund síður í
níu bindum þannig aö þeir Þorleifur
Örn og Mikael Torfason ráöast ekki
á garðinn þar sem hann er lægstur,
frekar en fyrri daginn. Munurinn á
þessari sýningu og þeirri fyrri er aö
í þetta skipti, meö örfáum undan-
tekningum, hafa þeir beislað niður
hamaganginn án þess aö fórna list-
rænu nálguninni og kraftinum. Hér
er á ferö gríðarlega metnaöarfullt
leikverk þar sem löskuð sál heillar
þjóöar liggur til grundvallar og leik-
ararnir geta ekki annað en brotist
út úr sínum hlutverkum til aö gera
atburðarásina bærilega.
Mest spennandi leikstjórarnir eru
þeir sem bæði ögra áhorfendum og
sér sjálfum, eru óhræddir viö aö taka
áhættur en læra einnig af mistökum.
Á sínum verstu stundum fellur Þor-
leifur Örn ofan í sjálfhverfuhylinn en
á þeim bestu býr hann til umhverfi
þar sem áhorfendur horfa á sjálfa
sig og samfélagiö á nýjan hátt. í Guö
blessi ísland hefur hann tálgað til
verkfærin sín og smíðað sviösum-
hverfi þar sem allt getur gerst og
leikarar fá aö njóta sín.
Athöfninni er stýrt af sögumönn-
unum Halldóru Geirharösdóttur og
Halidóri Gylfasyni sem kýta stööugt
um hvort glasið sé hálffullt eöa hálf-
tómt. Eru breytingar mögulegar
þegar við öll erum samsek á einn
eöa annan hátt? Fljótlega kemur þó í
ljós aö hinir raunverulegu sögumenn
sýningarinnar og sjálfskipaðir varð-
hundar sögunnar eru þeir kump-
ánar Davíö Oddsson og Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, leiknir af
Brynhildi Guðjónsdóttur og Krist-
ínu Þóru Haraldsdóttur. Þær stela
sýningunni, eins og þeir félagar ætla
sér, og bera á borö stórkostlega firr-
ingu í bland viö hárbeittan húmor.
Karakterlistinn er langur, flókinn
og uppfullur af ímynduðum fómar-
lömbum hrunsins. Þyrlubrotlend-
ing, ofsóknir og samsæriskenningar
koma allar við sögu og allt viröist
nær lyginni frekar en raunveruleik-
anum. Hjörtur Jóhann Jónsson staö-
festir hér aö hann er einn af allra
bestu leilcurum landsins um þessar
mundir og heldur áhorfendum í
hendi sér á sjálfshjálparfyrirlestri
öfgakapítalistans. Arnmundur Ernst
Backman kemur sterkur til leiks
og er til alls líldegur í framtíöinni.
Hilmar Guðjónsson potast lipurlega
um sviöið og rís hæst í aulaskap auð-
mannsins sem vill bara aö allir vinni
í lottóinu.
Leikhópurinn allur vinnur ein-
staklega vel saman og flæðiö á milli
atriða á sér kannski langan aðdrag-
anda en er áhrifaríkt að sama skapi.
Hér eru eklci á ferðinni eftirhermur,
frekar leikrænar túlkanir. Maríanna
Clara Lúthersdóttirfergjörsamlega á
kostum sem fyrrverandi forseti vor,
Ólafur Ragnar Grímsson, einlægur
en fjarverandi. Aöalheiöur Halidórs-
dóttir, sem einnig stýrir áhrifarikum
danshreyfingum, fremur stórbrot-
inn náttúrugjörning eiginkonu sem
sér ekki fjallgarðinn fýrir tindinum.
Rúsínan í pylsuendanum er síðan
Örn Árnason sem virðist í fyrstu eins
og álfur út úr hól en blómstrar síðan
sem aldrei fyrr.
Hvað umgjörö varöar þá veröur
sýning á borð viö Guö blessi ísland
elcki til án toppklassa listræns
teymis. Ilmur Stefánsdóttir er orðin
sérfræðingur stóra sviösins þar sem
allt sviðiö er undirlagt, togað og
teygt. Búningar Sunnevu Ásu Weiss-
happel eru stundum óþarflega
prjálsamir en hér vinna þeir með
sýningunni og litskrúðugu barokk-
búningarnir eru með hennar bestu
sköpunarverkum. Leikgervin sem
hún vinnur meö Elínu S. Gísladótt-
ur eru líka virkilega vel útfærð sem
og ljósahönnun Björns Bergsteins
Guömundssonar sem alltaf er hægt
að treysta á. Tónlist Katrin Hahner
rekur síðan smiðshöggið á frábæra
umgjörö og þar ber helst aö nefna
óöinn til þýsku bankanna sem kall-
ast „Danke, Danke, Danke".
Guð blessi ísland er gallhörö, grót-
esk og epísk revía fyrir tuttugustu og
fyrstu öldina þar sem öllu er tjaldaö
til og spilaborgin sprengd í loft upp.
Sýningin er líkt og helgiathöfn þar
sem gamlar syndir eru særöar upp
á yfirborðið í örvæntingarfúllri til-
raun til að láta þær hverfa. Þegar
öllu er á botninn hvolft er þjóðin
enn aö berjast viö afleiöingar ára-
tuga gamals uppgjörs. Nema hvaö
aö uppgjörið átti sér í raun aldrei
staö heldur var reistur minnisvarði
því til heiöurs í formi rannsóknar-
skýrslunnar sem fáir lásu, flestir
vildu gleyma sem allra fyrst og
leita síöan aftur að næsta góðæri.
Sigríöur Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Stórbrotið listaverk
sem enginn má missa af.