Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 22

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 22
ég var búin að sjá hana. Ég sagði við Frank: Komdu og sjáðu „Anna, skjóttu nú,“ en það vildi hann ekki og sagði að „Skammbysskuskotið11 væri skárra. Þá sagði ég: Annaðhvort vil ég sjá „Skotblossann" eða „Skamm- byssurnar tala“ eða þá „Skammbyss- urnar syngja“. Þá sagði hann: Hérna er fin mynd — „Ástarsöngur skamm- byssanna sex“ en hana hafði ég séð á sunnudaginn var .... Fulltrúinn: Nú, hvaða mynd sáuð þið svo? Bessie: Við ætluðum að sjá „Fljúg- andi diska“ en þá var búið að skipta um mynd, svo að við fórum á „Kjarn- orkuárásina" og „Líkið horfna“. Fulltrúinn: Jæja, hvað gerðuð þið svo? James: Hvað við gerðum svo? Þá tókum við eftir því að við vorum orðin alveg staurblönk. En okkur langaði til að líta enn þá einu sinni inn á „Safn frægra glæpamanna". Hafið þér séð það hr. fulltrúi? Þar er meðal annars stytta af Jim Conacker. Sá piltur framdi 30 morð og 17 rán .. Fulltrúinn: Nú er það ekki Jim Conacker sem ég hef áhuga fyrir held- ur þið .... James: Fyrir okkur? Nú jæja, við veltum því fyrir okkur hvernig við gætum útvegað okkur aura. Bessie: Ég stakk upp á því við Frank að við skyldum taka þátt í verð- launadanskeppni. Fulltrúinn: Keppni um fegurstan dans? James: Nei, keppni í þoldansi. Þá mundi ég eftir Billy og Vivian King. Þau dönsuðu samfleytt í nokkur hundruð klukkustundir — næstum í heilan mánuð. Bessie: Heilan mánuð, það er nokk- uð langur tími .... James: Og við þurftum á peningum að halda strax en ekki eftir heilan mánuð. Fulltrúinn: Hvað gerðist svo? James: Ja, það veit nú fulltrúinn. Það sem gerðist var nákvæmlega eins og' í kvikmyndinni „Vopnuð árás og rán“. Fulltrúinn: Viðurkennið þið þá — menntaskólanemandinn Frank James og afgreiðslustálkan Bessie Benton — að hafa í kvöld kl. 10 myrt lyfsalann Walter D. Philipps til fjár? James: Já. Bessie: Já. ★ Lengra rekjum vér ekki skýrslu fulltrúans. En sannleikans vegna viljum vér geta þess, að bandaríski pilturinn Frank James, vinkona hans, af- greiðslustúlkan Bessie Benton og lög- reglufulltrúinn Hartley, eru skáld- skapur höfundar. Allt annað — nöfnin á kvikmyndun- um, sjónvarpsdagskrám, myndablöð- in og hin stutta efnisskrá bandarískra bóka og málverka —- er hér tilgreint nákvæmlega eins og það er. Hinn fjölbreytti matseðill andlegrar fæðu, sem borinn er á borð hins venjulega Bandaríkjamanns af svo mikilli rausn, er birtur hér án þess að hugmyndáflug höfundar auki þar nokkru við. H. G. þýddi. Amerísk ómenning streymir inn í vort kæra lanð Ég spyr: er bát vorn að bera, inn í brimið við alþjóðasand? K. H. 20 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.