Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 26

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Page 26
í einum stað var settur í þær sveifarás, á öðrum stimplar o. s. frv. Brátt voru vélarnar tilbúnar með öllu, sem þær þurftu, og fóru inn í sal, þar sem þær voru reyndar og látnar ganga alllengi áður en þær voru settar í bílana. í samsetningarsalnum: Við sáum þegar fyrstu stykkin vor fest á bílgrindina, og svo hvert af öðru jafnóðum og hún þokaðist áfram. Hver hluturinn eftir annan kom líðandi einhversstaðar að, á nákvæmlega réttum stað og stundu, flestir ofan úr loftinu, en þarna er hátt til lofts og vítt til veggja. Maður stóð þar tilbúinn með málningarsprautuna og úðar allan undirvagninn með svörtu lakki, síðan rennur hann í gegnum dálítinn boga og kemur eftir nokkrar sekundur út með hörðu og þurru lakki. Þá kemur ofan úr loftinu, langt að, allar felgurnar með hjólbörðum hver á eftir annarri, þar næst húsið, svo pallurinn, og síðast öll brettasamstæðan, og eftir nokkrar mínútur er þetta orðið fast á sínum stað, og bíllinn stendur á færibandinu að öllu leyti tilbúinn til aksturs. Vegna þess að - verkfræðingurinn, sem leiðbeindi okkur um verksmiðjuna vissi að ég var bílstjóri að atvinnu, komst ég ekki undan því að fara upp í einn bílinn, þar sem hann stóð fullgerður á færibandinu, og setja han'n í gang í fyrsta skipti og aka honum í burtu og inn á bás þar sem honum var ætlaður staður. Árni Guðmundsson og tveir rússneskir ungherjar. 24 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.