Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 48

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Side 48
Katrín Pálsdóttir F. 9. júní 1889 — D. 26. des. 1952. Katrín Pálsdóttir var fædd að Fróð- hólshól í Þykkvabæ 9. júní 1889. . Foreldrar hennar Páll Hallsson og Guðrún Sæmundsdóttir bjuggu þar búi sínu, en fluttust til Reykjavíkur rétt eftir aldamótin og ólst Katrín því að mestu upp hér í Reykjavík. Réttra 19 ára gift- ist hún Þórði Þórðar- syni bónda frá Krók- túni í Landsveit. Eftir 17 ára hjóna- band dó Þórður mjög snögglega af blóðeitr- un. Þau hjónin höfðu bá eignast 12 börn, en misst 3 þeirra ung. Yngsta barnið var þá 3ja vikna, en Katrín 36 ára. Af óvenjulegu hugrekki og dugnaði tókst henni að halda saman heimil- inu og ala upp barnahópinn. Hún var nú ekki lengur húsmóðirin, sem naut stuðnings og verndar maka síns, heldur gerðist hún líka verkakona og fyrirvinna heimilisins. Katrín naut góðrar menntunar í æsku og hafði frábærar gáfur og hæfileika, sem nutu sín enn betur í þeirri hörðu en viðburðaríku lífsbaráttu sem fyrir henni lá. Það var erfitt um atvinnu á kreppu- árunum milli stríðanna. Hún hugðist fyrst taka kennarapróf, af því það var eina atvinnugreinin þar sem kon- ur fengu greidd sömu laun og karlar, en Kennaraskóli íslands sá sér ekki fært að leyfa henni að setjast í skól- ann eða ganga undir kennarapróf, og hafði Katrín þó lokið kvennaskóla- prófi með ágætiseinkunn. Hún stund- aði því alla vinnu sem bauðst. Hey- vinnu, fiskvinnu, bakstur, matsölu, sláturhúsvinnu, og fór meira að segja í vist, þegar annað ekki- fékkst, en alla tíð bar hún ábyrgð á heimili sínu og uppeldi barnanna að loknu dag- legu striti annarsstaðar. Hún kynntist snemma samtökum verkafólksins og sjálfri fannst henni vitundin um samtakamátt fólksins margfalda þrótt sinn í lífsbaráttunni. Eitt af því sem skýrir persónuleika Katrínar bezt, finnst mér alltaf vera hvernig hún skildi afstöðu sína í lífinu. Hún leit aldrei á erfiðleikana sem refsivönd örlaganna sem léki hana svo grátt, heldur skildi hún að hennar erfiðleikar voru af völdum þjóðfélagsins sem býr alþýðunni þessi hörðu lífskjör og traðkar á rétti hins vinnandi manns til að lifa mannsæm- andi lífi. Hennar vandamál voru ekki önnur en allra hinna, hún varð því að vinna að bættum kjörum stétta- systkyna sinna, það var óaðskiljan- legt hennar persónulegu vandamál- um. Hún beitti sér fyrir breytingum á framfærslulögunum og afnámi sveita- flutninga, sem á þeim árum ógnuðu hverri ekkju og munaðarleysingja. 46 VINNAN og verkalýðurin

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.