Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 48

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Blaðsíða 48
Katrín Pálsdóttir F. 9. júní 1889 — D. 26. des. 1952. Katrín Pálsdóttir var fædd að Fróð- hólshól í Þykkvabæ 9. júní 1889. . Foreldrar hennar Páll Hallsson og Guðrún Sæmundsdóttir bjuggu þar búi sínu, en fluttust til Reykjavíkur rétt eftir aldamótin og ólst Katrín því að mestu upp hér í Reykjavík. Réttra 19 ára gift- ist hún Þórði Þórðar- syni bónda frá Krók- túni í Landsveit. Eftir 17 ára hjóna- band dó Þórður mjög snögglega af blóðeitr- un. Þau hjónin höfðu bá eignast 12 börn, en misst 3 þeirra ung. Yngsta barnið var þá 3ja vikna, en Katrín 36 ára. Af óvenjulegu hugrekki og dugnaði tókst henni að halda saman heimil- inu og ala upp barnahópinn. Hún var nú ekki lengur húsmóðirin, sem naut stuðnings og verndar maka síns, heldur gerðist hún líka verkakona og fyrirvinna heimilisins. Katrín naut góðrar menntunar í æsku og hafði frábærar gáfur og hæfileika, sem nutu sín enn betur í þeirri hörðu en viðburðaríku lífsbaráttu sem fyrir henni lá. Það var erfitt um atvinnu á kreppu- árunum milli stríðanna. Hún hugðist fyrst taka kennarapróf, af því það var eina atvinnugreinin þar sem kon- ur fengu greidd sömu laun og karlar, en Kennaraskóli íslands sá sér ekki fært að leyfa henni að setjast í skól- ann eða ganga undir kennarapróf, og hafði Katrín þó lokið kvennaskóla- prófi með ágætiseinkunn. Hún stund- aði því alla vinnu sem bauðst. Hey- vinnu, fiskvinnu, bakstur, matsölu, sláturhúsvinnu, og fór meira að segja í vist, þegar annað ekki- fékkst, en alla tíð bar hún ábyrgð á heimili sínu og uppeldi barnanna að loknu dag- legu striti annarsstaðar. Hún kynntist snemma samtökum verkafólksins og sjálfri fannst henni vitundin um samtakamátt fólksins margfalda þrótt sinn í lífsbaráttunni. Eitt af því sem skýrir persónuleika Katrínar bezt, finnst mér alltaf vera hvernig hún skildi afstöðu sína í lífinu. Hún leit aldrei á erfiðleikana sem refsivönd örlaganna sem léki hana svo grátt, heldur skildi hún að hennar erfiðleikar voru af völdum þjóðfélagsins sem býr alþýðunni þessi hörðu lífskjör og traðkar á rétti hins vinnandi manns til að lifa mannsæm- andi lífi. Hennar vandamál voru ekki önnur en allra hinna, hún varð því að vinna að bættum kjörum stétta- systkyna sinna, það var óaðskiljan- legt hennar persónulegu vandamál- um. Hún beitti sér fyrir breytingum á framfærslulögunum og afnámi sveita- flutninga, sem á þeim árum ógnuðu hverri ekkju og munaðarleysingja. 46 VINNAN og verkalýðurin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.