Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Síða 63

Vinnan og verkalýðurinn - 15.04.1953, Síða 63
MÁL OG MENNING: — Ný félagsbók afið og huldar lendur Fátt er það sem heillar menn eins og hafið, myndbreytingar þess allar, dularkynni og fólgin auðæfi, hinn stórfenglegi heimur sem skáldið Einar Benediktsson lýsti í kvæði sínu Utsæ. Ameríska visindakonan Rachel L. Carson hefur unnið merkilegt afrek með bók þeirri HAFIÐ OG HULDAR LENDUR sem hér birtist í þýðingu Hjartar Halldórssonar. I bók þessari er með furðulega Ijósum hætti dregin alhliða mynd af ein- kennum hafsins, uppruna þess, þróunarsögu, lögmálum, lífi og framtíðar- horfum. Hún segir frá litbrigðum hafsins, hinu morandi lífi undir yfirborði þess, hinum köldu myrku hafdjúpum, hrikalegum fjallgörðum og eyðilöndum, elds- umbrotum undir djúpum sæ, ofsakrafti hafsins og ljúfmildri kyrrð, vindum og fallstraumum, áhrifum tungls ,sólar og stjarna á hafflötinn, loftslagsbreyt- ingum af völdum hafstrauma, hafinu sem uppsprettu lífsins og óþrotlegu forðabúri, einu tilverusvæðinu niður af öðru í þess ókynnis djúpum. Þessi bók svarar ótal spurningum um hafið, í samræmi við nýjustu rann- sóknir, en vekur um leið fjölmargar nýjar sem ennþá er ósvarað. Hún gerir oss hafið ennþá meira heillandi en áður, augljósara og dularfyllra í senn. Varla munu þess dæmi að fræðibók hafi verið tekið eins vel og þessari, hvar sem hún hefur komið út. Hún er þegar orðin heimsfræg og þýdd á mörg tungumál. f Bandaríkjunum hefur hún verið metsölubók mánuð eftir mánuð. Hermann Einarsson, fiskifrœðingur, ritar formála fyrir islenzku útgáfunni. \ INNAN og verkalýðurinn 61

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.