Bergmál - 01.11.1956, Page 7

Bergmál - 01.11.1956, Page 7
B E R G M Á L 1 9 5 6 ------------------------ staðið auð og mannlaus, Ljósið, sem nú var þarna inni hafði undarleg álhrif á mig. Bjarrni þess var bleik-fölur og lýsti þó upp stóran hlutg svalanna og 'grasflötinn fyrir utan að nokkru. A-ha, ég hefi þá fengið nábúa, hugsaði ég. Og ég skal viður- kenna það að sú hugsun olli mér þá nokkrum áhyggjum. Ég læddist út úr herbergjum mín- um og út á svalirnar, en þegar ég kom út Ihafði ljósið verið slökkt. Ég fór því aftur inn í :herbergi mitt og las fram eftir kvöldi. Yið og við fannst mér ég heyra létt fótatak rétt hjá mér, það var líkast því að það kæmi út úr veggnum. Þessu linnti ekki fyrr en ég háttaði og sofnaði. Um miðja nótt ihrökk ég upp með andfælum og þóttist þess fullviss að einhver væri að ganga aftur á bak og áfram um svefnhenbergi mitt, í myrkrinu. Ég fór fram úr og kveikti ljós. Og hvað haldið þið að ég hafi séð? Á miðju gólfi stóð stór köttur, sem skaut upp kryppunni og glápti á mig stórum, fosfórlýs- andi augum. Þetta var fallegur angóra-köttur síðhærður með mikið, loðið skott. Litur hans var mjög sérkennilegur, eigin- lega silki-gulur. Ljósið glamp- aði á gulum hárunum svo að þau minntu mest á gullþræði. Svo læddist hann letilega í áttina til mín og strauk sér mjúklega við fætur mína. Ég beygði mig niður til að strjúka hann, og lét hann sér það' vel líka, fór brátt að mala og hopp- aði því næst.upp á kné mér. Ég veitti því nú athygli að þetta var mjög ung læða, spenarnir voru svo smáir að vart mátti greina þá fyrir kviðarhárunum. Hún virtist sólgin í að láta kjassa sig og strjúka endalaust. Að lokum lét ég ihana á gólfið og reyndi að reka hana út úr herberginu, en hún vildi ekki fara og hnipraði sig saman undir húsgögnunum. En jafnskjótt og ég hafði slökkt ljósið hoppaði hún upp í rúmið til mín. Seint og um síðir tókst mér þó að sofna. Um morguninn þegar ég vaknaði sást kisa hvergi í her- berginu. Mannsheilinn er óneitanlega undursamlegt verkfæri, sem auðvelt er að setja úr lagi. Hugsið ykkur þessar stað- reyndir, sem ég hefi þegar lýst. Ég sé ljós loga í íbúð sem verið 5

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.