Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 8

Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 8
Október — Nóvember B E R G M Á L-------------------- hefir mannlaus, og við nánari rannsókn sé ég að það hefir verið slökkt. Svo sé ég angóra- kött, sem hverfur aftur án þess ég geti gert mér grein fyrir hvernig, eða eiginlega á dular- fullan hátt. Hvað finnst ykkur? — Já, ég veit það, ekkert sér- staklega dularfullt við þetta. En .... hugsið ykkur nú, að þetta sama, sem þó ekki getur talizt sérlega eftirtektarvert, endurtaki sig dag eftir dag í heila viku, þá er það nóg til þess að það 'hefir óhjákvæmilega áhrif á mann, sem er einsetu- maður, það veit ég að þið skiljið. Það nægir, meira að segja til þess að hann finni fyrir þeim óþægindum sem það veldur manni að finna, að maður hefir nálgast landamerki hins yfir- náttúrlega, eins og ég talaði um áðan. Mannsheilinn leitar ósjálfrátt að skynsamlegri skýr- ingu, og á öllum staðreyndum reynir hann að finna einhverja lausn, sem samrýmst getur skýringunum, og alltaf veldur það óþægindum og kvíða, ef skynsamleg lausn finnst ekki. Ég hefi ekki verið hræðslu- gjarn. En ég 'hefi oft séð hræðslu annarra, bæði einföldustu stig hræðslunnar, eins og hjá börn- unum, og einnig sorglegasta stig’ hræðslunnar, hjá heimskingjun- um. Ég veit að óvissan er undir- rót allrar hræðslu, en áhugi fyrir því að rekja orsakasam- bandið breytir brátt hræðslunni í venjulega, barnslega forvitni. Ég ákvað, sem sagt, að komast að sannleikanum. Ég byrjaði á því að spyrja hús-vörðinn. En hann vissi ekkert um nábúa mína. Á hverjum morgni kom gömul kona til að taka til í íbúðinni. Hann hafði reynt að spyrja hana um leigjandann, en annað 'hvort var hún vita heyrnarlaus eða þá, að hún kærði sig ekkert um, að láta hafa neitt eftir sér. Að vísu var auðvelt að finna skýringar á því sem fyrir mig hafði borið í sambandi við þessa nýju nábúa. Ég hafði veitt því athygli að glugginn hjá ná- búum mínum var alltaf opinn, að öðru leyti en því að glugga- tjöld voru jafnan dregin fyrir hann að kvöldinu. Og sökum þess að sömu svalirnar voru ætlaðar ibáðum íbúðum, hafði granni minn fulla ástæðu til að óttast hnýsnar augnagotur, og því var ljósið alltaf slökkt þegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.