Bergmál - 01.11.1956, Síða 10
Október — Nóvember
B E R G M Á L-------------------
hliðar og gekk inn að rúminu
og beygði mig niður að ihöfði
hennar, sem var hálf-hulið í
koddanum. Ég var miður mín af
blygðun og afsakaði mig í ákafa,
og viðurkenndi að ég ihefði kom-
ið illa frarn og engan veginn
eins og nábúa 'hæfði, og ég bað
hana að slá mig utan undir og
reka mig því næst á dyr — en
fyrst yrði hún að fyrirgefa mér.
Lengi talaði ég á þessa leið án
árangurs. Að lokum leit hún þó
upp og horfðist ég í augu við
unga, glaðlega og afburða fagra
konu, sem brosti við mér ....
Hún muldraði eitthvað í barm
sér, sem ég ekki skildi .... „Það
eruð þér“ .... sagði hún ....
„Það eruð þér .. . . “
Ábreiðan, sem hún hafði
sveipað um sig hafði sigið dá-
lítið niður af herðum hennar
svo að ég sá hin fersku ung-
meyjarbrjóst hennar, sem freist-
uðu til kossa .... Ég starði á
hana, orðvana og hrærður og
'hugsaði upp aftur og aftur:
Hvar hefi ég séð þetta andlit,
þessi augu, þessar hreyfingar?
En smátt og smátt varð freist-
ingin forvitninni yfirsterkari.
Ég reyndi að taka utan um hina
ókunnu ungmey og faðma hana
að mér, en hún smaug úr greip-
um mér, með slíkum léttleika
og fimi, að jafnvel fjölleikahúss-
maður 'hefði mátt vera stoltur af,
hún stökk þvert yfir gólfið og
slökkti ljósið. Svo kom. hún aft-
ur að rúminu og í þetta skipti
var það hún, sem þrýsti höfði
mínu að brjósti sér og sýndi
mér mikil atlot ....“ Einhver
áheyrenda muldraði:
„Er ekki óhætt að sleppa
þessu, Tribourdeaux?“
„Verið alls óhrædd,“ hélt
læknirinn áfram, „ég segi aðeins
frá því nauðsynlegasta. Ég yfir-
gaf hana klukkan fjögur um
nóttina, og fór sömu leið og ég
hafði komið um kvöldið — út
um gluggann og eftir svölunum.
Ég var að vísu töfrum sleginn,
en jafnframt var ég órólegur.
Þessi fagra, léttúðuga kona, sem
sagði — „Það, eruð þér“ •— eins
og hún hefði þekkt mig lengi,
sem var svo fátöluð og svaraði
treglega spurningum mínum •—
hún hafði sagt mér nafn sitt •—
hún hét Linda, en það var líka
allt og sumt, sem ég fékk að
vita um ihana. Ég, gat ekki
hrundið úr ihuga mér hinum
grænu augum, sem tindruðu í
myrkrinu, eða þykku hárinu
sem gneistaði af rafmagni er ég
strauk yfir það. Vart var ég
8