Bergmál - 01.11.1956, Page 11
1956
B E R G M Á I.
lagstur fyrir er ég fann einhver
þyngsli á fótum mér. Það var
gullkötturinn. Ég reyndi að
reka hann á brott, en hann kom
alltaf til 'baka. Að lokum gafst
ég upp og svaf með þennan
kynlega félaga til fóta í rúmi
mínu, eins.og undanfarnar næt-
ur. Ég svaf illa og vaknaði í
martröð.
Hafið þið nokkurn tíma verið
rígbundin við einhverja þráláta
hugsun, einhverja öfgafulla vit-
leysu, sem skynsemin og viljinn
reyna að hrinda frá sér, án
árangurs?
Þannig var ástatt fyrir mér
næstu dagana. Ekkert nýtt gerð-
ist. Heldur endurtók þetta sama
sig kvöld eftir kvööld, að því
undanskildu að ég kom nú ekki
hinni fögru grannkonu minni á
óvart. Ég fór venjulegast frá
Lindu laust eftir miðnætti. Og
vart hafði ég lagst upp í rúm
mitt fyrr en gullkötturinn kom
uppí til mín, hreiðraði um sig
og svaf hjá mér fram í dögun.
Ég vissi nú hver átti köttinn.
Þegar ég minntist eitt sinn á
hann við Lindu, sagði hún: -—
„Já, ég á hana .... já, þegar
maður íhorfir á hana, gæti mað-
ur ímyndað sér að hún væri úr
gulli?“
„Nei, það gerðist, sem sagt,
ekkert nýtt, og þó varð ég stöð-
ugt háðari hinum óljósa kvíða.
Þessi ásækna og þráláta hugs-
un, sem ég nefndi áðan varð
sterkari og sterkari. í fyrstu
hafði þetta aðeins verið örlítill
dökkur blettur í sálarfylgsnum
mínum, en nú var þetta orðinn
stór skuggi eins og meinsemd
á sálinni, sem ekki varð fram
hj á komizt .... “
„Þetta er ósköp einfalt," sagði
unga stúlkan, sem beðið hafði
lækninn að segja söguna. „Linda
og gullkötturinn voru eitt og hið
sama..“
Tribourdeaux hló.
„Ég vogaði mér ekki þá, að
taka svo ákveðna afstöðu, eins
og þér gerið nú. En ég get ekki
neitað því, að þessi óhugnanlega
hugsun ásótti mig og kvaldi
nótt eftir nótt er ég lá andvaka
í rúmi mínu. Já, öðru hverju
var ég sannfærður um að þessar
tvær verur með grænu augun
og gullna litinn og mjúku hreyf-
ingarnar væru ein og sama sálin
í tveim mismunandi gerfum.
Takið eftir því, að ég sá þær
aldrei samtímis Lindu og kisu,
enda þótt ég bæði Lindu um
9