Bergmál - 01.11.1956, Qupperneq 12
Október — Nóvember
Bercmál ----------------------
það og reyndi jafnframt að
koma hénni á óvart.
Ég reyndi að tala um fyrir
sjálfum mér og sannfæra sjálf-
an mig um, að ekkert dularfullt
eða yfirnáttúrlegt væri við það
sem fyrir mig hafði komið. Ég
gerði grín að sjálfum mér fyrir
að óttast unga konu ög vingj arn-
legt dýr .... Og þó fann ég það,
á meðan ég beitti fortölum við
sjálfan mig, að ég var í raun og
veru hvorki hræddur við kon-
una né kisu, heldur aðeins við
hugsunina, ímyndunina um
eina sál í tveim verum. Ekkert
verra er til en að hræðast sína
eigin hugsun.
Ég þjáðist svo mjög, að stapp-
aði. nærri geðbilun. Og svo fór
loks að mótast í 'huga mér ný
hugsun. Þessi unga kona batt
mig með töfrum sínum. En ég
ákvað að drepa dýrið.
Kvöld eitt tók ég glycerin út
úr meðalaskáp mínum, dálítinn
glerstaut og auk þess glas með
cyankalíum, áður en ég fór inn
til Lindu. í þetta skipti voru
ástaratlot mín ákafari en oftast
áður, faðmlög mín fastari og
innilegri .... Þegar ég kom svo
aftur inn í herbergi mitt kom
gullkötturinn, eins og vant var,
á móti mér. Ég kjassaði hana og
lokkaði svo að hún skaut upp
kryppu og malaði ánægjulega.
Svo dýfði ég glerstautnum í
glycerínið og kisa sleikti hann
með áfergju. Þrisvar sinnum
endurtók ég þetta sama, en í
fjórða skiptið vætti ég gler-
stautinn í cyankalíum, sem
kisa sleikti einnig í góðri trú.
Skyndilega varð hún stíf og
stóð sem líkneski á gólfinu.
Jafnskjótt fékk hún hræðilegan
krampa, hún valt þrisvar um
hrygg á gólfinu, og rak upp ang-
istarvein — mannlegt angistar-
vein. —- Hún var dauð.
Ég þurfti á öllum mínum
kjarki að halda til að geta fjar-
lægt hinn dauða kött, að lokum
tók ég hann upp af gólfinu með
titrandi höndum og hentist út
úr húsinu. Ég hljóp við fót alla
leið niður að fljótinu Loire og
þar losaði ég mig við byrði mína.
Ég ráfaði aftur á bak og áfram
um borgina fram í dögun. En
þegar fór að birta af degi, ákvað
ég að halda heimleiðis. Þegar ég
kom að dyrunum á herbergjum
mínum varð ég gripinn óstjórn-
legri hræðslu, — hræðslu við
það, að ef til vill myndi ég finna
fórnardýr mitt í fullu fjöri inni
í herbergi mínu, — afturgengið.
10