Bergmál - 01.11.1956, Page 13

Bergmál - 01.11.1956, Page 13
Birgmál 1 9 5 6 ----------------------- En herbergi mitt var autt. Ég kastaði mér örþreyttur upp í rúm og nú svaf ég vært og lengi í fyrsta skipti um langa hríð. Ég vaknaði ekki fyrr en um klukkan sex síðdegis . ... “ Nú varð nokkurt hlé á frá- sögninni og einhver áheyrenda sagði: „Ég þykist vita hver sögu- lokin eru: Linda hefir horfið um leið og gullkötturinn.“ „Sjáið þér þá einnig,“ svaraði Tribourdeaux, „að það er sér- stakt mjög óvenjulegt samhengi í hinum aðgreindu atburðum sögunnar? Fyrst þér getið gizk- að á endir 'hennar .... Jú, það er rétt hjá yður, Linda hvarf .... Föt hennar yzt sem innst, allt sem hún átti fannst, meira að segja náttfötin, sem ihún hafði. verið í þetta kvöld, en ekkert fannst, sem bent gæti til þess hver ihún hefði verið, eða hvað- an. Eigandi hússins hafði leigt einhverri Lindu söngkonu, það var allt og sumt, sem hann vissi. Mér var stefnt fyrir rétt. Nótt- ina sem hún hvarf hafði ég sézt á reiki niður á fljótsbakkanum .... Til allrar hamingju var dómarinn gamall vinur minn — og til allrar hamingju fyrir mig, var hann óvenju greindur maður. Ég sagði honum alla söguna, nákvæmlega eins og ég hefi sagt ykkur hana. Hann sýknaði mig. Þeir eru ekki margir, sem sloppið hafa jafn naumlega við rangan dóm, eins og ég í það skipti.“ Áheyrendur sátu þögulir og störðu í gaupnir sér. Einhver reyndi þó að vera fyndinn: „Þetta var tómur skáldskapur allt saman, ekki satt, læknir? Þér voruð aðeins að reyna að trufla nætursvefn okkar?“ Tribourdeaux hneigði sig fyr- ir honum — grafalvarlegur, og svaraði: „Sem yður þóknast.“ Endir. Tveir eldri menn sátu á veitinga- húsinu og ræddu vandamál lífsins. Loks segir annar við hinn gamla, góða vin sinn: „Þú mátt vera viss um það, að þú myndir lifa helmingi lengur ef þú drykkir ekki svona óskaplega." „Jú, það er mjög sennilegt, en þú verður að athuga það líka, að ég sé helmingi meira en þú á meðan ég lifi, allt tvöfalt." ★ 11

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.