Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 15
1956
Bergmál
dröttuðust áfram hálfbogin,
tötrum klædd, ó'hrein og illa til
reika á hinni vonleysislegu
göngu.
En í miðjum hópi jpessara
hryggilegu mannvera kom Al-
exander auga á unga stúlku,
sem alls ekki virtist að neinu
leyti kúguð eins og hitt fólkið.
Þótt hún væri lörfum klædd,
rykug og óhrein eins og aðrir í
hópnum, gekk hún hnakkakert
og bein í baki. Hún hnykkti til
höfðinu, svo hrafnsvart hár
hennar þyrlaðist til, og þegar
hún kom auga á kónginn kink-
aði hún kolli til ihans eins og
hann væri gamall kunningi
hennar.
Fegurð ungu stúlkunnar
leyndi sér ekki þrátt fyrir larf-
ana. Framkoma hennar mátti og
kallast ögrandi. Það var eins-
dæmi að ambátt skyldi leyfa
sér að kinka kolli til sjálfs
„herra heimsins“ eins og hún
væri jafningi hans. Allt vakti
þetta því nokkra athygli ein-
ræðisherrans, sem aldrei hafði
átt slíku að venjast. Og hvað
var nú þetta? Rak ekki þessi
freka stelpa út úr sér tunguna
í áttina til hans, er hann skeytti
því engu þótt hún kinkaði kolli?
Jú, svo sannarlega og svo
hnykkti hún til höfðinu enn á
ný og glotti.
Alexander varð ösku-reiður,
lét sækja stelpuna út úr hópn-
um og leiða hana fyrir sig.
„Náið í túlk,“ skipaði kunung-
urinn.
„Óþarft,“ sagði hin ófeimna
■ stúlka. „Ég tala grísku betur en
þú.“
„Hvaðan ert þú?“
„Síðast átti ég heima í Tyrus,
þar sem böðlar þínir tóku mig
til fanga. En ég hefi dvalizt í
Aþenu um fjögra ára skeið.“
„Hvað heitir þú?“
' „Thais.“
„Hvernig vogar þú þér að
korna þannig fram við mig,
kónginn?“
„Ja, sei, sei, þú ert víst ekki
svo hættulegur.“
„Ekki hættulegur? Veiztu
það að ég get látið húðstrýkja
þig og reka þig því næst aftur
til þrælanna?11
„Já, víst gætir þú það, en svo
heimskur ertu nú ekki.“
„Heimskur? Er það kannske
heimskulegt að refsa hortugri
stelpuskjátu?“
„Já, það er heimskulegt,
vegna þess að þú þarfnast mín.“
„Þarfnast ég þín?“ Konungur
gat ekki stillt sig um að hlæja,
13