Bergmál - 01.11.1956, Page 16
Október — Nóvember
Bergmál ----------------------
þótt reiður væri. „Ég, sem á
þúsundir ambátta. Heldur þú
áð þú sért svo falleg?“
„O-jæja, ekki ólagleg. En það
er ekki þess vegna. Ég er vitur,
á einstaka sviði vitrari en þú.“
„Svo-o ....“ Konungur lýtur
höfði og virðist hugsi. Þótt
hann væri vanur að umgangast
ambáttir og hlusta á smjaður úr
öllum áttum, þá var þessi
stolta og djarfa kona nýtt fyrir-
brigði. Dirfska hennar var
undraverð, því varð ekki neit-
að, og það var eitthvað sérstætt
við þetta fullkomna óttaleysi,
sem nálgaðist fífldirfsku, eitt-
hvað sem snart hinn djarfa og
'iherskáa mann. Fögur var hún
einnig og hann fann að hún var
óheimsk.
Hann leit upp á ný.
„Hvað áttir iþú við með því,
að á einstaka sviði værir þú
vitrari en ég?“
„Það skal ég víst segja þér,
en ég er bæði soltin og þyrst.
Ég þarfnast bæði matar og
drykkjar, en auk þess þyrfti ég
að fá heitt bað og annan fatnað.“
„Einmitt það.“
Nú hló kóngur og sló í málm-
klukku, sem stóð á borði við
hlið hans. Þjónn kom sam-
stundis og beygði sig til jarðar
í lotningu. Konungur ávarpaði
hann svo:
„Farðu með þessa stúlku og
skipaðu böðlinum að hálshöggva
hana.“
Þjónninn rétti úr sér, gekk
til Thais og tók um handlegg
hennar.
„Jæja þá,“ sagði kóngur.
„Hvað segir þú nú?“
Thais stendur grafkyrr, jafn-
áhyggjulaus sem fyrr. „Hvað
ég segi? Hvað ætti ég svo sem
að hafa að segja um heimskupör
þín?“
Brosið hvarf af andliti kon-
ungs. Hann gaf þjóninum bend-
ingu um að hann mætti fara.
„Þú hefir vafalaust skilið það að
ég ætlaði að hræða þig.“
„Þú getur ekki hrætt mig.“
„Get ég ekki ihrætt þig?“
Kóngur hló á ný.
„Nei, ég þekki þig mjög vel.
Ég er yfirleitt mjög góður mann-
þekkjari, og það er meira en
hægt er að segja um þig. Þú ert
enginn harðstjóri, enda þótt þú
getir að vísu reiðst illilega, eins
og til dæmis við Tyrus en
djarfir og hraustir menn eins
og þú, eru aldrei hrakmenni á
þann hátt sem ragmenni eru
jafnan. Ég get gjarnan bætt því
við að ég veit að þú munir gefa
14