Bergmál - 01.11.1956, Síða 20
Október — Nóvember
B E R G M Á L-----------------
hafði meira vald yfir 'honum en
nokkur annar. Mannkynssagan
hefir viljað eigna henni margt
illt, sem hún bar enga ábyrgð á.
Henni hefir til dæmis verið
kennt um það, að Alexander
lét brenna konungsborgina
Persopolis kvöld eitt er hann
var drukkinn. Margt fleira ófag-
urt hefir henni verið kennt um.
En hún átti marga óvini sem
gjarnan vildu ryðja henni úr
vegi. Og hvað sem jþví líður, gaf
hún Alexander mörg góð ráð,
því hún var óneitanlega mikill
mannþekkjari. Á hinum fjcá-
mörgu ferðum sínum til Egypta-
lands, meðal annars á meðan
‘hann var að skipuleggja borgina
Alexandríu, hafði kóngur Thais
alltaf með sér.
Þar hitti hún yfirherforingja
Egyptalands, Ptolemeus Lagus,
sem var afburða daglegur mað-
ur, er hafði unnið sig upp úr
stöðu óbreytts hermanns í her
Alexanders og var nú orðinn
yfirherforingi í þjónustu hans.
Þau tvö, Ptolemeus og Thais
gerðust brátt bandamenn, er
hvort um sig fann að hitt var
sterkt, og unnu þau margt sam-
an, sem reyndist báðum til
gagns.
Þegar Alexander dó, árið 323,
hugðist Ptolemeus þegar taka
völdin í Egyptalandi, en Thais
brá sér í heimsókn til hans og
ráðlagði honum að bíða á með-
an aðrir herforingjar Alexand-
ers berðust um völd og embætti.
Ptolomeus fylgdi þessu ráði
út í æsar, o.g hann gerði meira
en það. Hann giftist hinni fögru
og gáfuðu vinkonu sinni, Thais.
Á þann hátt varð ambáttin
Thais ættmóðir Ptolomeus-kon-
ungsættarinnar, sem réð ríkj-
um í Egyptalandi um þrjú
hundruð ára skeið. Til þess að
ná sem traustustum tökum á
landslýðnum, tóku Ptolomearn-
ir upp venjur Faraóanna. En
þar sem Faraó var guðaættar,
var hann alltof ættgöfugur til
að geta gifzt öðrum konum en
þeim er voru sömu ættar. Á
þann hátt skapaðist sú venja
að ættfólkið giftist innbyrðis,
systkini giftust 'hvort öðru, já
— meira að segja móðir syni, og
faðir dóttur. Samkvæmt viður-
kenndum líffræðilegum lögmál-
um. hefði þessi frændmenna
gifting óhjákvæmilega átt að
leiða til úrkynjunar. Og þess
vegna verður það að teljast
mjög kynlegt að einn síðasti
kvistur þesSa ættstofns, var
Kleópatra, sem tók öðrum kon-
18