Bergmál - 01.11.1956, Page 22

Bergmál - 01.11.1956, Page 22
Október — Nóvember Bergmál --------------------- komu stríðsbetjunnar.“ Þessi tvö síðustu orð kvöldu hann dálítið, auk þess sem hann hafði aðrar áhyggjur. Og þó var í aðra röndina dálítil fróun í þvi að allir þorpshúar skyldu kalla hann hetju, öðru hafði hann þó mátt venjast fyrir stríðið. Það var ekki hægt annað en brosa að tilhugsuninni. Fyrir stríðið hafði hann verið svarti sauður- inn í þorpinu. Óútreiknanlegur grallari, sem fékkst við hesta- tamningar og glotti stundum upp í opið geðið á skógarverði herragarðseigandans. Hann hafði treyst á guð og lukkuna þegar hann giftist Elizu og þau höfðu eignast fjögur börn á þrem árum, þótt tvö þeirra dæju að vísu í fæðingunni. Það sem prestsfrúin sagði þegar Eliza neitaði að láta skíra hin tvö, beit sig fast og sat sem broddur í hugarfylgsnum lengi á eftir. Hið annað, sem olli honum áhyggjum var vandamálið með gjafirnar. Frá Róm hafði hann skrifað ótrauður að hann myndi færa þeim öllum eitthvað fall- egt. En þegar hann skrifaði það hafði hann ekki haft hugmvnd um allt svindlið og svarta mark- aðs braskið. Verðið á leikföng- um og öðru smádóti, sem hægt hefði verið að kaupa heima í hverri kramvörubúð fyrir stríð- ið á nokkra aura, var slíkt,, að það kom manni til að velta því fyrir sér hvor hefði raunveru- lega unnið þetta stríð. Til þess að reyna að standa við loforðið um gjafirnar hafði hann svo farið með síðustu aurana sem hann fékk útborgaða og lagt þá alla undir í spili við liðþjálfann um kvöldið í „Gyllta ljóninu". Ef að bannsettur teningurinn hefði aðeins komið upp með þrjá í síðasta kastinu, þá myndi hann hafa grætt að minnsta kosti þrjátíu. En þrír höfðu sem sagt alls ekki komið upp, svo að1 þar fuku allar gjafirnar. Jú, jú, hann yrði víst heldur en ekki hetja í augum litlu, eftirvæntingarfullu anganna tveggja, svo ekki sé nú minnst á Elizu. Strax og þau sæju tösk- una hans mundu þau ráðast á hana eins og valur á rjúpu. En í stað gjafanna mundu þau að- eins finna ein gömul hermanna- stígvél, einn pakka af hörðu kexi, eina hreina skyrtu, sem veslings ítálska stúlkan hafði þvegið og strauað fyrir hann, og auk þess eina þýzka hermanns- húfu með SS merkinu og haus- 20

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.