Bergmál - 01.11.1956, Side 23

Bergmál - 01.11.1956, Side 23
B E R G M Á L 1 9 56 ------------------------ kúpumerki yfir krosslögðum beinum. Það hafði nú ekki alltaf verið sem verst að vera í stríð- inu. Hann haíði til dæmis kálað íþessum þarna Þjóðverja án þess að hafa meiri áhyggjur af því en það hefði verið kanínu- ræksni, sem hann hefði nappað. Hann sneri 'höfðinu til þess að geta spýtt. Það hafði drepizt í sígarettunni og hann stakk hendinni í vasann til þess að leita að eldspítum. En í staðinn dró hann upp úr vasa sínum dá- litla hönk af koparvír. Hann -starði góða stund á þessa vír- hönk. Jú, nú mundi hann það. Hann hafði fundið hana utan við braggann og hugsað með sér að svona vír gæti orðið til margs gagnlegur. Hann þrýsti nefinu út að rúðunni og rýndi út. Nú var farið að styttast heim, það sá 'hann þótt dimmt væri að verða. Á bekknum gegnt honum sat feit kona, rauð og þrútin í and- liti. Hún stundi og fór að tína saman bögglana sína. Allir aðrir í klefanum voru honum ókunnir, en þessa gömlu herfu þekkti hann. Það var konan hans Jóa Patchett. Hún átti hænsnabú norðan í Highlow ásnum,. aðeins um hálfa mílu frá þorpinu hans. Leiðinleg norn. Fleiri en ein af unghænunum hennar höfðu á einhvern dularfullan hátt lent í pottinum hjá Elizu. Hann sat grafkyrr og brosti að gömlum minningum. En snögglega tók hann viðbragð og stóð á fætur. Lausnin á gjafa- vandamálinu ihafði skyndilega birzt honum eins og elding. Hann tróð vírhönkinni kyrfi- lega í vasa sinn aftur og seildist eftir töskunni sinni uppi í net- inu. Lestin nam staðar. Þétta var Little Fenton, stöð frú Patohett. Næsta stöð, í hálfs annars kíló- meters fjarlægð, var stöðin hans. Brátt þrammaði hann upp eftir dimmum, mannlausum vegi og svalg kvöldloftið með áfergju. Hann raulaði lag fyrir munni sér, á göngunni. Honum varð hugsað til leiðinlega olíu- þefsins á Ítalíu og hvítu, rykugu veganna þar — martröð um- ferðarinnar, er hernaðartæki, jeppar og skriðdrekar þutu í allar áttir, eins og þeim væri stjórnað af bandvitlausum mönnum. Og alls staðar komu bændurnir á móti manni með framréttar hendur og biðjandi um eitthvað, bara eitthvað. Einni stelpu hafði hann kynnzt 21

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.