Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 26

Bergmál - 01.11.1956, Blaðsíða 26
Október — Nóvember B E R G M Á L------------------- hann, ýtti Elizu af hnjám sér og stóð á fætur. Með alvörusvip hins ósvikna sjónhverfinga- manns dró hann eitthvað fram undan frakkalafinu — það var dauð kanína. Aftur stakk hann hendinni undir frakkalafið og önnur dauð kanína kom í ljós. „Ein handa Maju litlu,“ sagði hann, „og önnur handa Tomma litla,“ og svo lagði hann háðar kanínurnar á horðið fyrir fram- an þau. Þessu næst brá hann á loft stórum, feitum fasan-hana og sneri honum svo að glampaði á hann eins og kopar í ljós- bjarmanum, „Og ein gjöf handa mömmu,“ sagði hann að lokum og lagði fasan-hanann á borðið hjá kanínunum. Hann horfði frá einu til annars, með sigur- glampa í augum. Það ríkti dauðaþögn í eldhús- inu. Fyrstur til að rjúfa þögn- ina varð Tommy litli. Augu hans flóðu í tárum. Hann snökkti svolítið og stamaði: „Þetta, engar gjafir,“ og benti um leið á dýrin á borðinu. Maja litla saug fingur sína og starði á pabba sinn, eins og væri hann framandi og ógeðfelldur maður. Seth hafði eitt sinn setið á bekk ákærðra í réttarsalnum, sakaður um að hafa stolið hatt- garmi af fuglahræðu. Nú varð hann gripinn sömu kennd. Hann var enn hafður fyrir rangri sök. Það var þó augljóst að tvær gómsætar kanínur og girpilegur fasan voru margfallt meira virði en hestburður af glysi því sem þeir vildu prakka inn á mann í Róm. Nei, ónei, það var ekki á allra færi að botna í hugsana- gangi barna. Hann sneri sér að Elizu og skein óumræðileg dep- urð úr augum hans. Bros hennar var órætt og' af- sakandi. Hún kleip eins og ann- ars hugar í brjóstið á fasan- Ihananum. Hann leit undan og fór að hneppa að sér frakkann án þess að segja eitt einasta orð. Þá það —. í þessari andrá tók Tommy litli loks eftir töskunni, sem lá framan við arininn. Ný von kviknaði í brjósti hans, og réð- ist hann á töskuna þegar í stað með sigurópi. „Hann er bara að gera grín, mamma,“ hrópaði hann. Hann togaði í ólina og kallaði á systur sína. Hún varð að koma og hjálpa til. Seth stóð yfir þeim hryggur á svip. Ef til vill mundu þau hafa gaman af þýzku hermanns- húfunni, hugsaði hann. Tommy myndi geta sprangað með hana 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.