Bergmál - 01.11.1956, Page 30

Bergmál - 01.11.1956, Page 30
Október — Nóvember Bergmál ---------------------- en Myra sjálf myndi aftur á móti vera komin heim í sitt eig- ið rúm, meidd á fæti. Brátt var Myra komin að íbúð Irene og gekk henni auð- veldlega að komast inn með hinum nýja lykli sínum, sem hún hafði látið smíða sér. Hún hafði einmitt fundið byssuna í sama mund og hún heyrði fóta- tak úti á ganginum. Hún flýtti sér inn í stóran klæðaskáp og lokaði honum í sama mund og Irene kom inn í iherbergið. Hún var auðsjáanlega að flýta sér mjög, púðraði andlit sitt í flýti framan við greiðsluborðið, strauk yfir hár sitt og hraðaði sér iþví næst á brott. Myru létti. Hún kom sér betur fyrir í skápnum sem hún var inni í, opnaði hurð hans og horfði á herbergisdyrnar út um rifu á hálflokaðri skáphurðinni. Þá 'hringdi síminn skyndilega. Hún vissi varla hvað hún gerði er hún gekk að símanum og tók upp heyrnartólið, hún heyrði rödd Juniors í símanum: „Halló Irene, hvað er að?“ Myra lagði heyrnartólið á aftur án þess að svara nokkru. Á sama andartaki og hún var aftur komin inn í felustað sinn heyrði hún að lykli var snúið í skránni að herberginu. Henni varð svo mikið um að hún missti byssuna á gólfið, Lester var mættur stundvíslega, hann vissi ekki að dauðinn beið hans. Myra horfði á hann út um rif- una á skáphurðinni, sá að hann settist letilega í stól og fór að skoða einhvern smáhlut, sem var á borðinu. Hún óttaðist það að hann myndi koma auga á byssuna á gólfinu, en er hún var að hugsa þetta hringdi síminn aftur, Lester gekk að símanum og hlustaði. „Irene,“ það var rödd Juniors, sem heyrðist. „Hvers vegna svaraðirðu ekki í símann, þegar ég hringdi fyrir nokkrum mín- útum síðan. Ég ætlaði aðeins að segja góða nótt við þig.“ En þegar Lester svaraði engu varð röddin hærri og hærri í síman- um og ákafari. „Irene, er eitt- hvað að þér, hvers vegna svar- arðu mér ekki?“ Myra sá það á svip Lesters að hann grunaði að ekki væri allt með felldu. Hann skellti heyrn- artólinu á símtækið og hrópaði: „Irene!“ Hann leit út í hvern krók og kima í herberginu og hrópaði aftur og aftur á Irene, því næst hljóp ihann inn í bað- herbergið og þá vissi Myra að 28

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.